Húnavaka - 01.05.1987, Page 73
HUNAVAKA
71
bráðabirgða. Svo dreymir hann um að fá stærra. Ibúð í raðhúsi. En er
þetta til nokkurs? Mun hann ekki enda eins og þessi gamli maður,
aftur í tveggja herbergja íbúð? Þegar annað verður orðið of stórt.
Hann stoppar á rauðu ljósi.
— Já, drengur minn. Þetta var allt svo öðruvísi þegar ég var á
þínum aldri. Þá var ekki svona mikið stress. Nú eru allir að flýta sér.
Maður verður að gera það líka, annars verður maður bara einhvers
staðar eftir. Ég skrapp i „Mjólkurbúðina“ áðan og svei mér þá, ég hélt
að ég kæmist aldrei inn og þaðan af síður út aftur. Það hlýtur að vera
geysilega mikið sem kemur inn í ríkiskassann á svona dögum.
— Það er alltaf svona á föstudögum.
— Já, ég fer nú svo sjaldan. Þetta er orðið svo dýrt. En ég mátti til
núna. Það er nefnilega von á gestum í kvöld, aldrei þessu vant. Við
ætlum að hittast nokkrir félagar heima hjá mér. Við vorum saman á
sjónum, en það er nú orðið langt síðan. Bílstjórinn svarar ekki.
Venjulega talar hann ekki mikið við fólkið sem hann ekur, heldur
einbeitir sér að akstrinum. Það er svo margt og mismunandi fólk sem
hann flytur, en þó á það svo margt sameiginlegt. Vandamálin eru oft
þau sömu. Flesta vantar peninga, aðra vinnu við sitt hæfi, sumir eru
að skilja. Það er svo margt sem hann hefur séð í starfinu. Útgrátin
andlit, taugaveiklað fólk. En sem betur fer er þetta líka oft ánægjulegt,
bjartsýnismenn, hlæjandi andlit og ungir elskendur.
Þeir eru komnir á Miklubrautina. Bílstjórinn verður að aka hægt
vegna umferðarinnar. Hann finnur ilminn af píputóbakinu og sér
reykinn sem liðast fram fyrir sætið. Honum finnst þetta notalegt. Það
minnir hann á tímana þegar hann var hjá afa sínum í sveitinni.
Pípulyktin er alltaf sérstaklega heillandi. Hún minnir hann á lands-
byggðina. Það er gott að komast út á land. En það er ekki hægt þetta
árið. Það var annað áður en hann fór að búa og festa kaup á stein-
steypunni. Þá hafði hann unnið úti á landi yfir sumartímann. Það
kom alltaf einhver vorfiðringur í hann og gerði það enn. Viss til-
hlökkun að komast burt frá öllu þessu hversdagslega og út í náttúruna.
En nú var þessi tilfinning tengd söknuði. En einhvern tímann kæmi að
því að hann gæti látið sér líða vel og farið þangað sem hann langaði.
— Ertu giftur?
— Já.
— Áttu börn?
— Ekki enn, það fyrsta er á leiðinni.