Húnavaka - 01.05.1987, Page 75
HUNAVAKA
73
slíkt í hug. Ekki einu sinni þeim sem eiga sand af seðlum. Auðvitað er
brjálæði að keyra alla leið upp í Breiðholt án þess að taka fyrir það.
Hann er samt ákveðinn, en það er eins gott að enginn frétti af þessu.
Þá fengi hann orð í eyra.
— Þú verður að taka við einhverju, drengur.
— Nei, ég ræð þessu. Hafðu ekki áhyggjur, ég keyri lengur í nótt í
staðinn. Nú skalt þú búa þig undir gestakomuna. Ég vona að kvöldið
verði ánægjulegt.
Gamli maðurinn horfir undrandi á hann. Honum líður einkenni-
lega er hann horfir á þennan unga mann. Þetta er þá til enn. Góð-
hjartaðir menn sem ekki hugsa aðeins um peninga. Honum finnst það
gott. Þótt hann sé orðinn gamall, þá er þarna ungur ókunnur maður
sem lætur sér annt um hann.
— Þú verður að minnsta kosti að koma inn og fá kaffi. Konan mín
verður glöð.
Bílstjórinn hugsar sig um. Hann langar allt í einu til þess. Langar til
að gleyma öllu stressi, en auðvitað er þetta algjör fásinna. Það er
föstudagur, mesti annatíminn og hann verður að fá eins mikið út úr
helginni og hann getur. Þó drepur hann á bílnum.
— Svei mér þá, ég held ég þiggi smásopa.
Andlit gamla mannsins ljómar.
— Endilega. Það gleður mig svo sannarlega. Hann tekur svarta
plastpokann varlega upp af gólfinu.
Þeir fara inn í húsið. Gamli maðurinn er léttstígur. Hann er fljótur
að finna lykilinn að íbúðinni og býður gesti sínum inn.
— Halló, hvar ertu kona. Við erum búin að fá gest. Nú verður þú
að búa til verulega gott kaffi. Það er ekki á hverjum degi sem undur og
stórmerki koma fyrir mig. Hvað heldur þú að hafi skeð?
Kona kemur i ljós úr eldhúsinu.
— Sæll, góði minn. Hver er þetta?
— Þetta er maðurinn sem keyrði mig heim. Hann vill alls ekki taka
fyrir farið og það er það minnsta að hann fái almennilegt kaffi.
Konan, sem er á svipuðum aldri og maður hennar, stendur eitt
augnablik og horfir á þá hissa.
— Það er von að þú sért undrandi. En nú getur þú séð gamla mín,
að enn eru til úrvalsmenn hér í borginni. Þeir hafa bara ekki alltaf
tíma til þess.
Bílstjórinn hefur gaman af. Þetta er alveg rétt hjá þeim gamla. Það