Húnavaka - 01.05.1987, Page 76
74
HUNAVAKA
er alltaf þetta tímakapphlaup. Það er aldrei tími til að slaka á eða
sinna einhverju félagslegu.
Konan fer inn í eldhúsið en karlmennirnir í stofuna. Áður en langt
um liður berst ilmandi kaffilykt úr eldhúsinu.
— Jæja vinur, þá fer kaffið að koma.
Gamli maðurinn teygir makindalega úr sér í djúpum hægindastól,
sem áreiðanlega hefur verið í búslóð hans lengi. Bílstjórinn situr í
öðrum og honum líður vel. Það er langt síðan hann hefur slakað svona
á. Hann langar til að hlæja. Hann hlýtur að vera orðinn bilaður.
Fjárhagsáhyggjurnar hljóta að hafa orsakað bilun í toppstykkinu.
Þarna situr hann og bíður eftir kaffi, eins og ekkert sé. Hann veit ekki
einu sinni hvað þessi öldnu hjón heita.
Konan kallar á mennina og þeir fara fram. Hún hefur lagt á borð,
gömul postulínsbollapör. Á borðinu stendur heimabökuð terta og
smákökur. Sjaldgæf sjón.
— Þú áttir ekki að hafa svona mikið fyrir mér. Konan slær á lær sér.
— Hafa fyrir, en góði maður. Það er verst að ég á svo lítið til með
kaffinu.
Hún hellir í bollana og þau drekka brennandi heitan drykkinn. Þau
spjalla saman um nýjustu viðburði úr fréttum, íslenskt stjórnmála-
ástand og vandamál hinna bágstöddu þjóða. Konan er skrafhreifin.
— Ég get hreint og beint grátið, þegar ég horfi á myndir í sjón-
varpinu af þessu fólki sem er komið að hungurdauða. Hér lifum við í
vellystingum, höfum nóg af öllu. Að minnsta kosti höfum við alltaf
eitthvað að borða.
— Það er rétt, segir maður hennar.
— En það er þetta með kröfurnar. Þær eru jafn misjafnar og
mennirnir eru margir. Það sem okkur finnst sjálfsagt, finnst öðrum
bruðl. Meðan fólk sveltur og gerir þær einu kröfur að fá mat í magann,
þá gerum við kröfur um betra húsnæði, dýrari bíl, eða eitthvað ámóta.
Líðanin er sú sama. Áhyggjur. Fólk hefur alltaf áhyggjur af því sem
vantar.
Bílstjórinn lítur á úrið sitt. Honum finnst notalegt að sitja þarna og
spjalla, hann er búinn að drekka úr tveim kaffibollum. En nú verður
hann að halda af stað. Hann þakkar fyrir sig og hjónin blessa hann
fyrir elskulegheitin.
Hann ekur greitt. Hann er kallaður upp í talstöðinni. Það er farþegi
í vesturbænum sem hann á að sækja. Hann er hugsi. Ef hann hefði