Húnavaka - 01.05.1987, Page 78
PÉTUR SIGURÐSSON, Skeggsstöðum:
Þrír bændur
í Bólstaðarhlíðarhreppi
á 19. öld
1. Árni Sigurðsson, Torfustöðum
Árni hét bóndi, Sigurðsson, er bjó að Torfustöðum í Svartárdal.
Hann var fæddur 1803 og var sonur Sigurðar bónda í Stafni Jóns-
sonar, og Helgu Jónsdóttur konu hans. Var Árni því föðurbróðir
Margrétar í Stafni. Árni var einhver hinn fjölhæfasti smiður og smíð-
aði bæði tré og málm. Hann var mjög mikilvirkur, þegar um óvandað
smíði var að gera, en manna fínvirkastur á skrautsmíði. Hagmæltur
mun hann hafa verið allvel, en ekki orti hann svo aðrir heyrðu annað
en hið hroðalegasta klám. Var það helst er hann var við öl. Þá var
hann ærið grófyrtur, þótt í óbundnu máli væri. Ekki drakk hann
heima hjá sér, átti þó ætíð vín til, en í veislum og kaupstaðarferðum
drakk hann sig ævinlega fullan. Var þá stundum haft eftir honum
ýmislegt harla óheflað, bæði í bundnu og óbundnu máli.
Árni kom eitt sinn úr kaupstaðarferð utan úr Höfða. Samferðamenn
hans riðu heim að Breiðavaði, en lestin stautaði veginn og Árni á eftir
moldfullur. í lestinni var bleikblesóttur hestur sem Árni átti. Hann
hafði þann galla að reiðingur tolldi illa á honum, vildi renna fram af og
hlaupa á hálsinn. Þegar hallaði suður af melunum, niður að Blöndu,
fór fram af Bleikblesa. Árni staulaðist af baki og hugðist taka ofan
baggana. Var hann þá svo drukkinn að hann gat ekki staðið, og því
síður náð ofan klyfjunum. Hnaukaði hann svo á hnjánum undir
böggunum. I þessu reið séra Þorlákur Stefánsson í Blöndudalshólum
þar að og heilsaði á Árna. Hann gaut upp augunum og svaraði. „Ég er
nú annað að gera en gegna þessum andskotans gúttum, sem eru að
flækjast um veginn.“ Prestur lét ekki slíkt á sig fá, en fór til og hjálpaði