Húnavaka - 01.05.1987, Page 79
HUNAVAKA
77
Árna að laga á hestinum. Skildu þeir með vinsemd. í annað skipti var
það í kaupstaðarferð, að mjög oft þurfti að laga á Bleikblesa. Fór Árna
loks að leiðast þessi fyrirhöfn, hrópaði upp og sagði. „Gerðu það nú
fyrir mig, andskoti, taktu hann Bleikblesa.“ En ekki var hann bæn-
heyrður. Slíkar sögur heyrðust margar af Árna. Oftast hafði hann
þann sið er hann var í boðum að hann drakk sig strax fullan, og fór svo
heim. Kvaðst ekki vilja flækjast þar fyrir hunda og manna fótum, sér
til skammar og öðrum til skapraunar.
Árni var greindarmaður mikill og skrifaði góða hönd, fljótaskrift.
Hann var fróður um margt, en hélt því lítt á lofti. Búhöldur var hann
mikill og einn efnaðasti bóndi hreppsins. Átti hann þegar hann dó,
Torfustaði, Eiríksstaði og tvo þriðjunga i Stafni og allmikið lausafé.
Hann keypti í búskapartið sinni sneið sunnan af Brúnarlandi og jók
landareign Torfustaða.
Sagt var að Árni gerði sér mjög jafna daga til vinnu og gætti lítt
helgi hvíldardagsins. Því kvað séra Markús Gíslason einu sinni er hann
reið á móti Torfustöðum á sunnudagsmorgni til messugjörðar í Ból-
staðarhlíð, og sá að eldur logaði í smiðjunni hjá Árna.
Blæs að eisu ágirndar,
eykst því kveisa fédráttar.
í gráa peysu græðginnar,
gaur með hneisu, fé safnar.
Þorbjörg, kona Árna, var skjót til svars, er hún heyrði vísuna, en
Árni lét hlutlaust. Hún kvað.
Hneisu snakkur háðungar,
hrafn úr dúfu eggi.
Gaurinn blakkur geysar þar
í gráum stakki ódyggðar.
í lasta smiðju lyginnar,
lengi er málin viður,
mammons hryðjur marghamrar
mannorðs- iðju-þjófnaðar.
Ekki urðu fleiri slíkir kveðlingar þeirra.