Húnavaka - 01.05.1987, Page 80
78
HUNAVAKA
Þorbjörg var fædd 1820, Guðmundsdóttir frá Torfustöðum Björns-
sonar í Sellandi, Ólafssonar. En kona Guðmundar var Valgerður
Eyjólfsdóttir Jónssonar frá Skeggsstöðum. Fékk Árni Torfustaði með
henni. Talið var að hann hefði ekki síður gengist fyrir jörðinni en
konunni, því maðurinn var ágjarn. Mælt var að þau hjón hefðu lítt átt
skap saman. Hann var þrifinn og hirðusamur um allt nema sjálfan sig,
en hún miður og ekki vinnugefin. Vel gefin, glaðlynd, hagmælt og
bókhneigð þótti Þorbjörg, en ekki svo gestrisin sem bóndi hennar. Var
talið að oft hefði Árni sett fátæka menn, sem komu, að mat sínum, en
ekkert haft sjálfur. Konan var þá ekki viðlátin að beina gestum.
Árni var í hærra lagi, meðalmaður, skolhærður, jarpskeggjaður,
grannholda og hörundsdökkur, eins og oft verður um járnsmiði, orð-
hákur og illyrtur, en brjóstgóður við þá sem minna máttu sín. Tryggur
þeim sem náðu vináttu hans. Það var einkennilegt um Árna svo
þrifinn sem hann var og gekk snyrtilega um allt sem hann fór með,
hversu hann sjálfur var sóðalegur á að sjá og argintætulegur, sem mest
mátti vera. Oftast voru föt hans rifin og götug, óhrein og óhræsileg og
sjaldan bætt eða þvegin. Litlum tima eyddi hann í að þvo sér um
andlit eða hendur. Löngum var hann kámugur í framan af smiðjureyk
og sóti og ekki ljós litur á höndum. Hann tuggði mjög tóbak, einkum
er hann stóð í smiðju, og runnu lækir af tóbakslegi út úr báðum
munnvikum. Lágu þaðan mórauðir taumar niður kjálkabörðin og
ofan treyjuboðungana. Héldu menn að þennan útgang á sjálfum sér
hefði hann til stríðs við konu sina, sem ekki var kölluð kattþrifin,
og vildi þannig ganga fram af henni. Var jafnan heldur fátt með
þeim.
Árni á Torfustöðum mun oft hafa sagt að ekki mundi þurfa að siga
á eftir reitunum sínum þegar hann væri allur. Það þótti líka rætast því
afkomendurnir nutu efna hans lítt. Fjögur börn þeirra Þorbjargar
náðu fullorðins aldri. Tvö systkinanna, Bjarni og Margrét, fluttu til
Ameríku eftir að hafa fest ráð sitt og komu ekki aftur til íslands.
Valgerður dóttir Árna og Þorbjargar giftist Páli syni Páls Halldórs-
sonar prests á Bergsstöðum. Var sambúð Páls og Valgerðar stutt, því
Valgerður féll frá ung að árum. Áttu þau eina dóttur, Þorbjörgu, sem
úti varð aðeins 19 ára að aldri á hálsinum upp undan Búrfelli í
Svínavatnshreppi í afspyrnuveðri 19. desember 1885. Fjórða barn
Árna og Þorbjargar var svo Lárus, bóndi á Gili, greindarmaður og
smiður góður. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir, systir Árna bónda í