Húnavaka - 01.05.1987, Side 90
88
HÚNAVAKA
Þvermið eru nokkur út með ströndinni. Fyrst er Spánska nöf. Hún
er í suðvestri frá Höskuldsstöðum og ber hana í kirkjuna á Höskulds-
stöðum. Svo er Grenjagil, það er smágil beint fyrir ofan Höskuldsstaði
og ber þá gilið í kirkjuna. Næst eru nafirnar, Syðri- og Ytri-Nöf í
bæinn á Ytra-Hóli, en þessar nafir eru sitt hvoru megin við Hólsbás-
inn, sem er fyrir ofan Ytra-Hól.
Þar næst kemur Einhyrningur, þá norðurhornið á Tindastól í
gegnum Hallárdalinn. Tindastóllinn er í Skagafjarðarsýslu, en Hall-
árdalur upp af Ströndinni fyrir sunnan Hrafndal.
Þegar hér er komið er maður kominn út fyrir Eyjarey og fleiri mið
hef ég ekki til norðurs, en til suðurs er ég með fjögur mið. Þá er fyrst
mið sem heitir Hóll, þá kemur hóll sem er nyrst í Holtsbungu, bunga
þessi er upp af Holti á Asum, austur í Svínadal, opinn stutt. Þar fyrir
framan er stór varða, sem er fyrir ofan Holt og heitir hún Holtsvarða,
þá ber hana í opinn Svínadal eins og Hólinn.
Næsta mið er Hnjúkshnjúkur og ber hann þá í opinn Vatnsdalinn.
Þar næst er Hjallinn, það er Hjallalandshjallinn og hann ber í opinn
Vatnsdal. Þar er 60 faðma dýpi og er eina dýpið, sem ég man og hef þó
ekki komið þar nema einu sinni og aflaði þar lítið, en á Hól og Vörðu
fékk ég góðan afla og vænan fisk. Á meðan ég réri til fiskjar var ég mjög
heppinn og það svo að það dró enginn af mér. Ég átti nógan fisk, bæði
saltan og harðan, árið um kring og lifði mikið á afla úr sjó.
Mér datt í hug að setja þetta á blað og senda í Húnavöku, því að þar
glatast það ekki, en nú um langan tíma hefir lítið verið róið hér um
slóðir og miðin falla í gleymsku.
Sölvabakka 4. febrúar 1987.
* *
Leiðrétting
1 Húnavöku 1986 á bls. 174 misritaðist fæðingardagur Ólafs
Björnssonar, en hann var fæddur 19. júní 1890. Einnig útfarardagur,
en hann var 23. febrúar.
X