Húnavaka - 01.05.1987, Page 93
HUNAVAKA
91
niður í gegnum hann. Þetta verður síðan allt ein krapablá. Þegar
vatnið er búið að samlagast snjónum og brýst fram þá raunverulega
skolar það með sér snjónum. Þetta er það sem Fljótsdælingar kalla að
„heiðin renni“. Þegar þessi vatnagangur er afstaðinn þá er heiðin
runnin.
Að loknum þessum hugleiðingum hélt ég áfram og tók stefnuna á
Hákonarstaði. Nú mátti kallast að færðin væri góð og miðaði mér vel.
Þegar ofan í Jökuldalinn kemur er Klaustursel næst, en það var þá í
eyði. Brúin á Jökulsá er beint undan bænum á Hákonarstöðum. Það
var dálítið einkennilegt að koma að þessari brú. Hún var stutt, hvít-
málað, snoturt mannvirki og það var eins og hún hefði dottið þarna
niður úr skýjunum. Ekkert nema þröngar hestagötur lágu að henni og
meira að segja klöppin að vestanverðu hallaðist og gatan á blábrún-
inni. Þverhnípt var niður í ána, sem var þarna eins og annars staðar
ógeðslega ljót og gljúfrið hrikalegt. Ég gat ekki varist hryllingi þegar ég
fór yfir brúna.
Þegar ég kom heim að Hákonarstöðum var fólkið að koma á fætur
og verið var að láta út fé. A hlaðinu kom roskinn maður á móti mér og
spurði hvernig á mínum ferðum stæði. Þegar ég hafði sagt honum það
bauð hann mér í bæinn. Eftir að ég hafði drukkið kaffi og mjólk að vild
sagði hann, frekar en að bjóða, að ég skyldi leggja mig og sofa þangað
til farið yrði að borða og var það þegið með þökkum.
Um hádegið var ég vakinn og borða síðan með fólkinu. Því miður
hef ég gleymt hvað það var margt og hvað það hét, en ég held að þarna
hafi verið systkinafjölskylda, þrír bræður og ein systir og öll komin á
miðjan aldur, en hlýlegar voru viðtökurnar.
Að máltíð lokinni fór ég að hugsa til ferðar og ráðlögðu þau mér að
fara út í Armótasel, en ég hafði hug á að komast lengra og var þá ekki
um annað að ræða en Sænautasel eða Möðrudal. Bað ég bónda að
segja mér stefnuna skemmstu leið á veginn í átt til Möðrudals. Hann
gerði það en sagði að það væri kíll á leiðinni, sem erfitt mundi vera að
komast yfir. Hélt ég síðan af stað. Þegar ég kom að þessu vatnsfalli,
sem kallað er kíll leist mér illa á farveginn. Hann var djúpur og
bakkarnir slúttu fram yfir sig, þó að ég gæti stokkið niður sá ég lítið
færi á að komast upp hinu megin. Vatnið var alveg lygnt og gruggugt
og ómögulegt að átta sig á hvað það væri djúpt eða hvernig botninn
væri. Ég fór því meðfram kílnum í norðurátt og var kominn langleið-
ina út að Ármótaseli þegar þetta vatnsfall breyttist úr kil í á. Ég sá þá
L