Húnavaka - 01.05.1987, Síða 94
92
HUNAVAKA
að þetta var allstór á og var vont að vaða hana vegna stórgrýtis.
Stefnan var tekin vestur á heiðina og nokkru seinna kom ég á þjóð-
veginn. Þóttist ég nú góður þar sem engar áhyggjur þurfti ég að hafa af
því að rata og þramma áfram.
Ég taldi mig í stakk búinn til að leggja nokkuð mikið á mig, hafði
ekkert unnið frá því haustið áður og stundað íþróttir í skólanum.
Færðin var ágæt, því að Jökuldalsheiðin var runnin fyrir nokkru, en á
stöku stað dálítill aur. Ekki var ég með klukku svo að lítið fylgdist ég
með tímanum.
Hugmyndin var að gista í Sænautaseli, en ég vissi að bærinn var við
vatn sem hét Rangalón. Ég kom að læk, sem rann úr vatni og voru
oliutunnur þar á bakkanum, sem bentu til einhverrar mannvistar í
nálægð, en engan sá ég bæinn. Áfram var haldið. Þegar ég var kominn
góðan spöl, sá ég bæinn, hann var þá við hinn endann á vatninu. Þá
þótti mér of mikill krókur að snúa við og hélt áfram göngunni. Þá var
ekkert nema Möðrudalur til að stefna á. Brátt líður að kvöldi og ég er
farinn að finna fyrir þreytu. Það er farið að rökkva þegar ég fer yfir
melháls. Á ónákvæmu vegakorti, sem ég var með, fannst mér standa
Möðrudalsfjallgarður. Varla gat ég trúað því að þessi hryggur gæti
verið kallaður fjallgarður, en viti menn hinu megin við þennan fjall-
garð tók við grösug slétta og þarna kom bærinn í ljós með ljós í glugga.
Það var dágóður spölur eftir og sennilega hef ég verið farinn að hægja
ganginn, þvi að mér fannst þetta vera lengra en ég áætlaði.
Þegar ég átti eftir nokkurra mínútna gang var ljósið slökkt, þá vissi
ég að allir yrðu að minnsta kosti háttaðir er ég kæmi eða jafnvel
sofnaðir. Það reyndist svo, því þegar ég barði að dyrum ansaði enginn.
Um líkt leyti og ég kom heim að bænum fór að kula og var komin
stinningsgola og lítils háttar frost, mér varð kalt meðan ég var að reyna
að vekja upp. Ég komst inn í forstofuna, því að bærinn var opinn en
enginn vaknaði þótt ég bankaði þar. Þá datt mér i hug að fara að
glugganum sem ég sá ljósið í og banka á hann. Það dugði, einhver lítur
út um gluggann og ég sný aftur til dyranna. Þær eru brátt opnaðar og
kvenmaður stendur fyrir framan mig. Ég heilsa en hún spyr mig strax
hvaðan ég komi og hvort ég sé einn á ferð, segir svo snöggt og ákveðið.
„Komdu með mér“, og tekur á rás inn ganginn, opnar þar næstu hurð
og segir um leið, „pabbi og mamma, það er kominn maður sem hefur
gengið alla leið austan úr Fljótsdal í dag og er búinn að banka lengi“.
Þarna voru gömlu hjónin, Jón Aðalsteinn Stefánsson og kona hans,