Húnavaka - 01.05.1987, Side 95
HUNAVAKA
93
sem ég man ekki hvað hét. Það var eins og sprengju væri varpað í
rúmið svo snögg voru þau að rísa upp. Ég var naumast búinn að heilsa
þegar húsmóðirin spyr hvort ég vilji heldur mat eða kaffi. I sannleika
sagt langaði mig mest til að hvíla mig en það varð að ráði að ég fengi
mjólk og smurt brauð og sótti dóttirin það.
Þá loks komst Jón að til að spyrja mig um mínar ferðir og hvernig
mér hefði gengið. Sagði ég honum ferðasöguna. Hann var argur við
sjálfan sig að hafa ekki heyrt mig banka, húsið væri gamalt og gisið
timburhús og í svona stormi heyrðist svo mikið bæði í hurðum og
gluggum að það þýddi lítið að vera með smábank, ef ég hefi barið
almennilega hefði hann vaknað strax. Ég gerði mjólkinni og brauðinu
minni skil en ég bjóst við, síðan fylgdi dóttirin, sem reyndar var gift
kona og bjó eða dvaldi þarna með manni sínum, mér upp á loft og
vísaði á rúm. Háttaði ég í snatri og skreiddist í rúmið og vafði utan um
mig þeirri stærstu og þykkustu sæng sem ég hefi séð á ævinni, skalf mér
til hita og sofnaði vel. Morguninn eftir var ég vakinn með kaffi og
meðlæti, sem komið var með á bakka og látið á sængina, svo að ekki
þurfti ég annað en rísa upp í rúminu. Meðan ég drakk kaffið hugsaði
ég til þess að ég hefði ofmetið sjálfan mig daginn áður og ég væri ekki
eins mikill bógur og ég hafði áætlað. Einnig rifjaðist upp fyrir mér að
kvöldið áður hafði ég aldrei beðist gistingar, né heldur að mér væri
boðin gisting, hvort tveggja voru víst talin óþarfa formsatriði á þeim
bæ.
Þegar ég kom niður hitti ég húsmóðurina. Hún spyr óðara hvernig
ég hafi það. Eg kveðst úthvíldur og eldhress. , Já, en þú verður hér í
dag og hvílir þig“. Eg tók því fjarri. Hún verður þá dálítið vand-
ræðaleg, kemur svo alveg til mín og hálfhvíslar, þó að enginn væri
þarna nálægt. „Þú þarft ekkert að óttast, þótt þú sért aurafátækur, við
tökum aldrei borgun fyrir greiða þegar skólapiltar eru á ferðinni“. Það
kom einu sinni fyrir að skólapiltar komu, báðu um vatn að drekka og
vildu ekkert annað þiggja, en ætluðu að halda áfram í slæmu veður-
útliti. Þau hefðu séð að þetta var alltof hættulegt, en það hefði verið
voða erfitt að hafa þá ofan af þessu áformi. Þau héldu að þau myndu
missa þá út í þessa óvissu. Það kom þá á daginn að þeir voru alveg
auralausir og vildu ekki þiggja greiða nema geta borgað fyrir sig, þar
sem þetta var talinn greiðasölustaður. Síðan hefðu þau gætt þess að
taka aldrei fyrir greiða ef skólapiltar áttu í hlut.
Það rifjaðist upp fyrir mér að einhvern tíma á Eiðum höfðum við