Húnavaka - 01.05.1987, Page 97
H U N A V A K A
95
með hesta til að selja, þá skal ég með ánægju snuða þig um 50 krónur
og hæla mér af“, sagði Jón.
Þarna kvöddumst við og Jón sté á bak í sinn eigin hnakk og hvarf til
baka, en ég þramma áfram í norðurátt. Víðidalur er næsti bær og sá
eini milli Möðrudals og Grímsstaða á 33 km leið. Að Grímsstöðum
kom ég á skaplegum tíma, baðst gistingar og átti þar ágæta nótt. Ekki
minnist ég að hafa átt orðaskipti við aðra en húsmóðurina. Hún
bauðst til að hafa samband við þann sem ferjaði yfir Jökulsá. Mér
skildist að hann væri á öðru búi. Um morguninn var ég vakinn á
mátulegum tíma til að borða og hafa mig til þegar ferjumaðurinn kom
með hesta og flutti mig niður að ánni og yfir hana á báti. Heldur var sá
farkosturinn óbjörgulegur, hriplekur, en áin svo straumhörð að bátinn
hrakti geysimikið niður ána. Þegar yfir kom tókum við bátinn, hellt-
um úr honum vatninu og drógum upp eftir svo langt að ferjumaður-
inn áætlaði fyrir rekinu til baka.
Þegar upp á bakkann kom blasti við sæluhúsið, sem frægt var fyrir
draugagang á tímum Fjalla Bensa. Ekki varð ég var við íbúa þessa
húss, en einhvern veginn hafði ég mig ekki í að skoða það að innan.
Hins vegar skoðaði ég vel Péturskirkju sem er ekki langt vestur frá
Jökulsá. Þar voru engir draugar, en gestum til afnota húslestrarbók og
„þættir úr dagbók lífsins“ ásamt gestabók.
Húsmóðirin á Grímsstöðum sagði mér áður en ég fór um morgun-
inn að ég mundi hitta mann á leiðinni. Gunnar á Fossvöllum í Jök-
ulsárhlíð væri á leiðinni austur. Þetta reyndist rétt. Gunnar birtist allt
i einu ríðandi. Ég held ég muni það rétt að þetta var i eina skiptið á
allri leiðinni til Akureyrar, sem ég hitti mann á förnum vegi.
Þegar ég kom að Reykjahlíð, fékk ég mér hressingu. Mig langaði
ekkert til að taka mér þar náttstað. Það var ekki framorðið og blíð-
skaparveður. Ég spurði konuna sem afgreiddi mig, hvort ekki væri
styttra að fara fyrir norðan Mývatn. Hún hélt að það mundi vera
tveggja tima gangur að Hólum í Laxárdal og simalínan lægi þarna
beint yfir Hólssand. Ég dríf mig af stað. Þegar ég kem dálitið vestur á
sandinn breytir um veður, leggur yfir þoku og færðin fór að versna
vegna aurbleytu og var afleit með köflum. Ég hafði símalinuna og
gekk vel að rata. Þegar ég kom að Hólum var allt fólk háttað. Gerði ég
vart við mig og gisti þar um nóttina. Morguninn eftir var ég ferjaður
yfir Laxá á flatbotnuðum pramma og honum stjakað áfram. Það var
ólíkt notalegra ferðalag en í bátnum á Jökulsá.