Húnavaka - 01.05.1987, Page 98
96
HUNAVAKA
Næst lá leiðin yfir Laxárdalsheiði niður í Reykjadalinn hjá Laug-
um. Þá var ég kominn á þjóðveginn aftur og ekkert að gera nema
halda honum. Þegar ég var í Reykjadalnum fór að rigna. Enga hafði
ég regnkápu og blotnaði því nokkuð fljótt. Hugsa ég þá að fara heim á
einhvern bæinn og fá mér hressingu. Nokkru síðar beygi ég heim að
bæ sem stendur skammt frá þjóðveginum, geri vart við mig og bið um
mjólk og brauð. Það var velkomið og var mér vísað til stofu, sem var á
efri hæð hússins. Konan sem ég talaði við kom von bráðar með það
sem ég bað um. Ég heyri mannamál neðan úr kjallara, en þar er
gestkomandi einhver nágranni og voru þeir að tala um að láta inn féð,
þar sem veðrið sé þannig að það geti gert hret. Mér var hrollkalt og
ekki hitnaði mér við að drekka kalda mjólk. Þá heyri ég að það er farið
að drekka kaffi í eldhúsinu og þykist nú góður, frúin hljóti að bjóða
mér kaffi á eftir, þó að ég bæði ekki um það. Líður nú góð stund, ég
heyri að gesturinn er að kveðja, nú kemur hún með kaffið hugsaði ég.
Aftur líður dágóð stund, þá kemur frúin en ekki með neitt kaffi og ekki
kunni ég við að biðja um kaffið, þar sem ég var búinn að fá það sem ég
bað um. Ég geri upp við hana, kveð og fer. Þá rigndi ennþá, en
fljótlega stytti upp og gerði besta veður. Ég verð að játa að það liðu
nokkur ár, sem ég gat ekki fyrirgefið þessari ágætiskonu að hún skyldi
ekki bjóða mér kaffið úr því hún var með það svo að segja í næsta
herbergi.
Þetta atvik varð til þess að ég ákvað að stefna á að komast til
Akureyrar um kvöldið. Það tókst, en komið var fram á nótt þegar ég
vek upp í þriðja sinn á þessu ferðalagi, hjá Guðmundi Halldórssyni frá
Efri-Lækjardal og Halldóru konu hans og þar fékk ég kaffið og allt sem
ég þurfti með.
Ég var tvo daga á Akureyri og hvíldi mig vel. Seinni daginn kom
Goðafoss inn á höfnina. Þegar ég fór austur að Eiðum fyrir hálfu öðru
ári fór ég með Goðafossi. Mér datt í hug að forvitnast um ferðir hans.
Hann á þá að fara um kvöldið og beint til Sauðárkróks. Ég legg
gönguna á hilluna í bili og mæti um borð á brottfarartíma. Til Sauð-
árkróks komum við snemma um morguninn. Ég er enn latur við
labbið, fer upp að Skollatungu um daginn og svo heim daginn eftir.