Húnavaka - 01.05.1987, Page 104
102
HUNAVAKA
komið tjölduðum við í brekku með útsýni yfir ána. — Flott útsýni,
sagði Marteinn. Ég sá ekkert merkilegt. Bara brekkuna og Víðidalsá.
Ég er nú farin að þekkja hvort tveggja. Við höfðum farið hingað á
hverju ári siðan 1970.
Marteinn horfði aðdáunaraugum á skolpið. — Sérðu, hún er enn
blárri en venjulega. Þrátt fyrir góða sjón, sá ég ekki einu sinni votta
fyrir öðrum lit en drullubrúnum. Ég hvæsti eitthvað til svars, reikaði
að tjaldinu, skreið að svefnpokanum mínum, og sá að það voru 3
svefnpokar í tjaldinu. — Marteinn, sagði ég og hló. — Þú ert orðinn
kalkaður. Ertu búinn að gleyma að Kalli kom ekki með?
— Nei, sagði Marteinn kuldalega. Það leit út fyrir að honum
fyndist ekkert fyndið við þetta.
— Og fyrir hvern er þá þriðji svefnpokinn? Ég veit að þú hefur
fitnað, en ekki svo mikið að þú þurfir tvo.
— Heldurðu að ég láti veiðistöngina liggja í reiðileysi í bílnum. Þú
veist hvað það er mikilvægt að hafa hana með rétt hitastig.
Ég hætti að hlæja. — Áttu við að veiðistöngin eigi að vera inni í
tjaldinu? 1 svefnpoka? Heyrðu vinur, þetta er farið að ganga út í öfgar.
Veiðistöngin verður í bílnum, punktur og basta.
Marteinn leit skelfdur á mig. — En Elsa, ég. . . .
— Út með hana. STRAX.
— Ertu algjörlega miskunnarlaus? Þú veist að hún þolir ekki að
vera ein.
— Heyrirðu ekki hvað ég sagði? Annað hvort fer hún eða ég.
Marteinn leit upp glaður á svip. — Er það? Þú veist hvernig á að
leggja aftur bílstjórasætið. Hér er svefnpokinn þinn. Hann ýtti mér út
úr tjaldinu og sagði glaðlega, — góða nótt.
Eg stóð fyrir utan og fann hvernig reiðin ólgaði í mér. Nei, nú var
svo sannarlega nóg komið. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Eg
flýtti mér inn í bílinn.
Þegar ég vaknaði var tilbúin áætlun í hausnum á mér.
Ég tók saman svefnpokann og fór með hann inn í tjaldið. Svefn-
pokarnir tveir voru tómir. Ég lagði niður svefnpokann minn, og fyllti
hann með öllum pottum sem við höfðum tekið með okkur. Síðan beið
ég eftir veiðimanninum mikla.
Um þrjúleytið kom hann sæll og ánægður, ásamt veiðistönginni.
Hann rétti mér nokkra hortitti. — Þetta er hádegismaturinn. Held-
urðu að það sé munur. Nýr lax.