Húnavaka - 01.05.1987, Side 105
HUNAVAKA
103
Ég leit reiðilega á hann. — Ætlastu til að ég sjóði þetta?
— Ja, ég. . . .
— Sérðu ekki hvernig veðrið er?
— Er eitthvað að því? spurði hann eftir að hafa litið vandlega í
kringum sig.
— Það er of kalt.
— Of kalt til hvers?
— Of kalt til þess að pottarnir megi vera úti. Þeir gætu fengið
lokbólgu eða pottaeyrun gæti kalið.
Marteinn varð sífellt aumingjalegri á svipinn. — Hvað er þá í
matinn?
— Þú getur opnað dós.
— En við tókum bara niðursoðinn fiskbúðing með okkur.
— Nú, borðaðu þá fiskbúðing. Marteini fannst víst ekki sérstaklega
freistandi, þetta tal um fiskbúðing. Þegar ég horfði á hann borða
fiskbúðinginn með píslarvættissvip, fannst mér eins og að meira væri
ekki leggjandi á hann. En minnug síðasta kvölds, sleppti ég honum
ekki svo auðveldlega. Þegar hann var búinn að pína ofan í sig einn disk
af fiskbúðingi, ætlaði hann að laumast í burtu, en var stöðvaður af
mér.
Um leið og hann tók upp veiðistöngina, spurði ég fremur óblíðlega,
— og hvert ert þú að fara?
— Ja . . . ég . . . sko . . . fiska. Ég er að fara að fiska.
— Ónei, karl minn. Fyrst skaltu slægja þessa hortitti sem þú dróst í
búið. Gastu nú ekki krækt í neitt betra en þetta?
— Sko, ég var næst. . . .
— Já takk. Ég hef heyrt þá sögu áður. Um þann stóra sem að þú
hefur krækt í á hverju einasta ári, en alltaf misst. Aumingja Marteinn
sagði ekki orð, heldur byrjaði að slægja. Ég fylgdist með og lét 5 aura
brandara dynja á honum.
Ég fór snemma að sofa, harðánægð. Enn hafði allt farið fram eftir
áætlun. Marteinn kom inn í tjaldið, með veiðistöngina. Hann ætlaði
að setja hana í svefnpokann í miðið, en ég stöðvaði hann með því að
hvæsa, — uss. Ekki vekja pottana.
— Já, en veiðistöngin.
— Láttu hana i svefnpokann þinn.
Marteinn lagði veiðistöngina varlega í svefnpokann, en snarstopp-
aði svo allt í einu og spurði, — hvar á ég að sofa?