Húnavaka - 01.05.1987, Page 106
104
HUNAVAKA
— I bílnum auðvitað.
— 1 bilnum? Já en. . . .
— Það er sjálfsagt alveg rétt hjá þér. Það er mun hollara að sofa
undir beru lofti. Ég er líka búin að læsa bílnum. Ég ýtti honum út, og
sagði um leið, — góða nótt.
Ég svaf mjög vel um nóttina. Þegar ég kom út úr tjaldinu, var ég
næstum dottin um Martein. Hann lá sofandi fyrir framan tjaldið, og
leit ekkert allt of vel út.
Við fórum heim þennan sama dag. Þetta var síðasta laxveiðiferðin
hans Marteins. Eftir þetta höfum við dvalist á lúxus hótelum í fjar-
lægum löndum, í sumarfríunum okkar. Nú eru 7 ár síðan þetta gerðist,
en Marteinn fær ennþá martraðir ef hann horfir á myndir um útivist.
Hefndin var sæt.
* *
DAUNILLT ELDSNEYTI
I eldhúsunum eru einnig bitar til þess að hengja á blaut föt og þurrka fisk. Iðulega
fyllir reykurinn allt eldhúsið, því að hann rýkur oft treglega út um smugurnar, sem til
þess eru ætlaðar. Hvergi á eynni er viður til eldsneytis. Hinir efnuðu flytja inn eldivið
frá Danmörku og Noregi, en fátæklingarnir brenna mó, og auk þess stundum fisk-
beinum og grút og af þessu daunilla eldsneyti myndast mjög áleitinn reykur.
Það er ógerningur fyrir þann, sem inn í þessi hreysi kemur að kveða upp úr með það,
hvort sé verra, hinn kæfandi reykur í göngunum eða fúlt andrúmsloftið, þegar inn er
komið, pestnæmt af sóðaskap og útgufun frá fjölda fólks. Eg er sannfærð um að hinar
hræðilegu farsóttir, sem eru svo algengar meðal fslendinga, eru miklu meira að kenna
óheyrilegum sóðaskap þeirra heldur en veðurfarinu eöa sérkennilegu matarhæfi
þeirra.
Ferðabók Idu Pfeiffer frá 1845.