Húnavaka - 01.05.1987, Page 114
112
HDNAVAKA
Hvarf svo „þykjast“ hjörðin stór
hinni vikið greiðar,
fríður, kvikur fenginn jór,
fyrir prik, til reiðar.
Og sem máttur efldist þar
að öðrum háttum snúinn,
ljóst var brátt að lífsins var
leikjaþáttur búinn.
Skeiðið þreytum áfram enn
ýmsar leitir farnar,
taka og veita víst í senn
vilja breytingarnar.
■K*
HANN FÓR ÞVf Á GLUGG
örn lagðist á lömb Þórðar skálds á Strjúgi á vori einu. Fór hann þá til og kvað hann
fastan á klettanípu einni í Strjúgsskarði og lét hann sitja þar um þrjú dægur, fór hann
þá aftur til og kvað hann lausan og sagði svo að tvöfalt meira þyrfti hann til þess að
verja. Tók við það af lambadauðann.
Það var jólanótt eina að Þórður ætlaði til Holtastaðakirkju. Gekk hann um á
Móbergi. Bjuggu þar mæðgur þrjár. Heyrði hann hávaða nokkurn til baðsofunnar,
fór þvi á glugg og sá að dimmt var inni, en móðir dætranna deildi við aðra dóttur sína
og bríxluðust þær mjög. Hleraði Þórður lengi til tals þeirra á glugganum, þar til sú
dóttirin er ekki deildi kallaði þeim fara ósvinnlega, því alllengi hefði hún heyrt
andardrátt á glugganum. Kerlingin móðir þeirra stökk þá upp og þreif úr skjáinn og
greip í skegg Þórði og vafði um hönd sér og hélt því inn úr glugganum, en bað dætur
sínar sem skjótast út að skunda að koma fjötrum á njósnarmann þennan, ætti hann
engan rétt á sér, mætti drepa hann og kasta honum síðan i Blöndu. Þórði tók nú eigi á
að lítast, en vildi það til að hann hafði kníf beittan í vasa sínum, gat náð honum og
skorið skegg sitt við hendur kerlingar og slapp hann við það. Um þetta kvað Þórður og
er ein vísan svona:
1 myrkri sátu mæðgur þrjár
margt var gaman að heyra.
Á ljóranum var lítill skjár
lagði ég þar við eyra.
Syrpa Gísla Konráðssonar.