Húnavaka - 01.05.1987, Page 115
JÓN EYÞÓRSSON:
Þáttur um
séra Stefán M. Jónsson
á Auðkúlu
„Ollu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að
fœðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma. Að gróðursetja hefir sinn tíma
og að rífa það upp, sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma. “
Stund hinna fornu prestakalla virðist vera komin. Með ári hverju
fjölgar þeim prestum, er yfirgefa staðinn og flytja í næsta kauptún.
Mörg prestaköll eru afnumin með lögum i sveitum og ný stofnuð við
sjó. Það, sem gróðursett var í árdaga kristninnar hér á landi, er nú rifið
upp. Um margar aldir voru hér hvorki þorp né þéttbýli. En hver sveit,
hvert byggðarlag átti sinn stað, þar sem sóknarkirkja stóð og prestur
bjó. Þar var höfuðstaður, andlegur höfuðstaður sveitarinnar. Þar voru
mannfundir oftast haldnir. Presturinn bjó unga sveina undir skóla, en
kona hans og dætur kenndu ungum stúlkum til munns og handa.
Með hinum fornu prestssetrum og sveitaprestum glata sveitirnar
miklum menningarverðmætum, þótt margt nýtt, svo sem skólar og
félagsheimili, komi í staðinn og eigi tjái móti að mæla, þegar breyttir
þjóðhættir hafa sinn tíma. Þéttbýlið hefir nú sinn tíma. En þar hvorki
er né verður þó prestssetrið staður í sömu merkingu og áður.
Tilviljun ræður mestu um það, að ég rifja þetta upp. 1 prestatali sá
ég, að einmitt i ár eru liðin 100 ár frá fæðingu séra Stefáns M.
Jónssonar á Auðkúlu. Og einmitt um þessar mundir er verið að nema
Auðkúlu úr tölu hinna fornu prestakalla. Ég er alinn upp í prestakalli
séra Stefáns. Hjá honum gekk ég undir fyrsta próf á ævi minni. Hann
kom í húsvitjun og prófaði lestrarkunnáttu mína. Eg var sex ára, og
prestur sagði „ágætt“. Það fannst mér mikill heiður. Síðar yfirheyrði
hann mig í kristnum fræðum og fermdi mig. Séra Stefán á Auðkúlu er
8