Húnavaka - 01.05.1987, Qupperneq 119
HUNAVAKA
117
Var Stefán svo tekinn í Latínuskólann haustið 1867 og lauk skólanámi
þaðan 1873.
Margir skólabræðra Stefáns urðu síðar þjóðkunnir menn og honum
jafnan minnisstæðir. Eldri honum í skóla voru þeir Kristján Fjalla-
skáld, Kristján Eldjárn Þórarinsson og Sigurður Gunnarsson, síðar
prófastur og alþingismaður, en hann var „tútor“ Stefáns fyrstu skóla-
árin. Af jöfnöldrum hans og honum samrýmdastir voru þeir Hall-
grímur Melsted, Indriði Einarsson, Gestur Pálsson, Ólafur Björnsson
(siðar prestur á Ríp), Sigurður Sigurðsson aðjunkt, Jóhann Þorkelsson
og Jóhann Meilby. Komu þessir piltar oft saman heima hjá Hallgrími
Melsted, i Suðurgötu 2. Hefir Indriði Einarsson sagt allýtarlega frá
skólalífinu á þessum árum í bók sinni Séð og lifað (Rv. 1936). M.a. getur
hann þess, a6 Nýársnóttin hafi verið leikin í fyrsta sinn í árslok 1871. Þar
lék Stefán M. Jónsson Áslaugu „með göfugleik og tign“, segir Indriði.
Stefán lék einnig í Hellismönmm, og í Skugga-Sveini lék hann Harald.
Sýnir þetta, að Stefán hefir tekið fullan þátt í skólalífinu, þótt efna-
hagur hans væri þröngur. Hann hafði óvenjulega hljómfagra söng-
rödd og var því hvarvetna aufúsugestur í glaðan hóp. Stilling hans og
prúðmennska, sem honum var í blóð borin, aflaði honum álits og
vinsælda, hvar sem hann fór. Meðal þeirra, sem greiddu fyrir honum
og styrktu beinlínis á skólaárunum, voru Hilmar Finsen landshöfðingi
og Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur, siðar biskup.
Af kennurum skólans hafði hann mest persónuleg kynni við Pétur
Guðjohnsen söngkennara, sem hafði hinar mestu mætur á Stefáni fyrir
sönghæfni hans og tónlistargáfu. Stefán lærði á fiðlu og orgel á skóla-
árum sinum, vafalaust mest af sjálfsdáðum. Hann fékkst nokkuð við
tónsmíðar alla æfi, en hélt því litt til haga. Honum bauðst eitt sinn á
þessum árum námsvist erlendis til þess að leggja stund á sönglist, en
hann taldi sér skylt að geta sem fyrst orðið ellistoð móður sinnar og
hafnaði því boðinu.
Fyrsta skólaár Stefáns var Bjarni Jónsson rektor. Hann var stjórn-
samur maður og hrjúfur á yfirborði, en góðhjartaður og drenglund-
aður. Þegar Stefán og aðrir nýsveinar höfðu lokið inntökuprófi, kom
rektor inn til þeirra, leit yfir hópinn og skipaði þeim með þrumandi
raust að standa upp. Auðvitað spruttu allir á fætur. Rektor leit yfir
hópinn og sýndist þá sem Stefán sæti, því félagar hans báru höfuð og
herðar yfir hann. „No — stattu upp drengur“, kallaði rektor til hans.
„Ég stend“, segir Stefán. „No — hvaða ósköp ertu lítill.“