Húnavaka - 01.05.1987, Page 121
HUNAVAKA
119
En vestur í Svartárdal beið prestakall og bújörð, og þangað urðu
ungu hjónin að hraða för sinni — í ókunna sveit til ókunnugs fólks.
Með þeim fór til langdvalar Hildur Eiríksdóttir og tvær sonardætur
hennar á æskualdri, Hildur Eiríksdóttir yngri og Þórhildur Bene-
diktsdóttir.
Bergsstaðir voru fremur rýrt prestakall. Tekjur prestsins voru
metnar á 1000 kr. á ári. Þar í var fólgið eftirgjald jarðarinnar og
heimatekjur, en landsjóður greiddi 200 kr. uppbót í peningum, og
þótti það eigi lítil búningsbót. Húsakynni á Bergsstöðum voru lítil og
léleg. Baðstofan var alls fjórar rúmlengdir (stafgólf), fjögurra álna
breið undir lágreistri skarsúð. Eitt stafgólf var afþiljað í hvorum enda,
kölluð „sængurhús“. Miðbaðstofan var með föstum rúmbálkum og
moldargólfi, en þiljur áttu að heita yfir bálkunum. Við rúmstokkana
voru djúpar gryfjur í moldargólfið, enda hafði verið prestlaust á
Bergsstöðum árið áður og umgengni ekki góð. Þegar úttekt á jörðinni
fór fram um vorið, urðu þeir séra Eiríkur Briem, í Steinnesi, og séra
Stefán að sitja á rúmbálkum og skrifa á hnjám sér, en ekki náðu þeir til
gólfsins með fótunum, þótt báðir væru hávaxnir, svo djúpar voru
gryfjurnar.
En hér var ekki í annað hús að venda. Hér var ekki um það eitt að
ræða að gegna embætti og leggja hendur í skaut þess á milli. Hér blasti
við, auk embættisanna, sjálf baráttan fyrir hinu daglega brauði. Ut í
þá baráttu lögðu hin ungu presthjón með djörfung og bjartsýni. Þau
virðast þegar í stað hafa unnið sér velvild og traust sóknarfólksins.
Bændur í dalnum buðust til að setja gólf í baðstofuna á Bergsstöðum
og bæta stafgólfi við suðurenda hennar. Komst þetta þegar í verk
fyrsta sumarið.
Séra Stefán var 24 ára, er hann tók við prestakalli á Bergsstöðum.
Hann var manna glæsilegastur að vallarsýn, hár og grannur, fríður
sýnum og vel eygður, virðulegur og þó jafnframt alúðlegur í viðmóti.
Með komu hans varð gerbreyting á kirkjusöng í sókninni. Hann
kenndi fólki nýju sálmalögin, en grallarinn hvarf úr sögunni. Glæsileik
séra Stefáns fyrir altari var jafnan við brugðið. Hin mikla, en hljóm-
þíða rödd hans fyllti kirkjuna og setti óvenjulegan hátíðablæ á hverja
guðsþjónustu séra Stefáns.
Frú Þorbjörg var fremur lág vexti, gáfuð og fríð sýnum, hæglát í
framgöngu, en stjórnsöm húsmóðir. Bæði voru þau framandi í hérað-
inu og frændlaus. En þau komu með hressandi lífsloft inn í hina