Húnavaka - 01.05.1987, Qupperneq 122
120
HUNAVAKA
afskekktu, búsældarlegu dali Húnavatnssýslu. Bæði lifðu þau og
störfuðu þar til hinstu stundar.
Á Bergsstöðum voru þau í tíu ár, frá 1876-1886. Mörg árin voru
hörð, og landfarsóttir geisuðu hvað eftir annað. Frostaveturinn mikli
var 1880-81 og mislingavorið 1882. Barnaveiki og kíghósti stráfelldi
börn og unglinga á þessum árum. Af sex börnum, sem þau hjón
eignuðust á Bergsstöðum, dóu fjögur og auk þess fósturbarn. Einnig
dóu hinar ungu frænkur þeirra, Hildur og Þórhildur, sem áður voru
nefndar, og Hildur Eiriksdóttir, tengdamóðir séra Stefáns.
Þrátt fyrir erfitt árferði komu presthjónin fyrir sig sæmilegu búi á
Bergsstöðum, létu bæta húsakynni og byggja nýja kirkju, og þrátt fyrir
ástvinamissi áttu þau margar ljúfar minningar þaðan, „og alltaf
fannst mér, sem árin á Bergsstöðum hefðu verið einhver bestu ár föður
míns“, segir séra Björn Stefánsson.
Árið 1885 andaðist séra Jón Þórðarson prófastur á Auðkúlu. Var
séra Stefán þá settur til að þjóna kallinu og fékk síðan veitingu fyrir
því 30. sept. sama ár. Fluttist hann svo að Auðkúlu í fardögum 1886 og
var þar þjónandi prestur í 35 ár eða til 1921, er hann fékk lausn frá
embætti, en við tók sonur hans, séra Björn, er þá hélt Bergsstaði.
Auðkúla er mikil jörð að fornum búskaparsið og vel í sveit sett.
Húsakynni voru þar talsvert rýmri en á Bergsstöðum. Um þessar
mundir var mest undir því komið fyrir sveitapresta að fá góðar bú-
jarðir, svo að þeir gætu haft stórt bú. Jarðnæði og heimatekjur Auð-
kúluprests var metið á rúmar 800 krónur á ári, en því fylgdi engin
uppbót í peningum eins og á Bergsstöðum.
Þegar séra Stefán fluttist í Svínavatnshrepp, var þar margt stór-
bænda fyrir. f Holti, næsta bæ við Auðkúlu, bjó Guðmundur Þor-
steinsson, á Grund Þorsteinn og í Sólheimum Ingvar, bræður Guð-
mundar, ættaðir frá Birtingaholti syðra. Helgi Benediktsson bjó á
Svínavatni, en þar var önnur sóknarkirkja séra Stefáns, Erlendur
Pálmason í Tungunesi, Jón Pálmason í Stóradal, Jón Guðmundsson á
Guðlaugsstöðum og Hannes Guðmundsson á Eiðsstöðum. Til þess að
njóta fullrar virðingar í þeirri sveit mátti presturinn ekki standa þess-
um nágrönnum sínum mjög að baki í búskap.
Svo fór líka, að bú séra Stefáns óx mjög verulega, eftir að hann
fluttist að Auðkúlu. Heimilisfólk var alla jafna um og yfir 20 manns.
Afkoma búsins var vitanlega misjöfn eftir árferði, en prestur lagði
mikla áherslu á að eiga vænan búpening og fóðra hann vel. Fyrstu