Húnavaka - 01.05.1987, Page 123
HUNAVAKA
121
búskaparár séra Stefáns var afurðaverð hagstætt. Sauðir og hross
seldust þá greiðlega til Bretlands fyrir peninga, en undir aldamótin
tók fyrir þá verslun, og varð mikil peningaekla í landinu. Elstu synir
séra Stefáns, Eiríkur og Björn voru í Latínuskóla á árunum 1896-1902,
og mun sá kostnaður hafa gengið allnærri efnahag hans um það leyti.
Árið 1895 andaðist Þorbjörg Halldórsdóttir, kona séra Stefáns, eftir
langa og stranga sjúkdómslegu. Höfðu þau verið samvistum í tæp 20
ár og eignast tíu börn, en af þeim dóu fimm í bernsku. Þessi eru börn
þeirra, er upp komust:
1. Eiríkur, f. 30. maí 1878 á Bergsstöðum. Prestur og prófastur á
Torfastöðum í Biskupstungum.
2. Björn, f. 13. mars 1881 á Bergsstöðum. Vígður til Tjarnar á
Vatnsnesi 1907. Síðar prestur á Bergsstöðum og Auðkúlu. Prófast-
ur í Húnavatnsprófastsdæmi.
3. Lárus, f. 6. mars 1887 á Auðkúlu. Ráðsmaður hjá föður sínum og
síðar bóndi í Gautsdal. Nú í Reykjavík.
4. Hilmar, f. 10. maí 1891. Bankastjóri Búnaðarbankans.
5. Hildur, f. 28. janúar 1893. Gift Páli framkvæmdastjóra Ólafssyni
prófasts í Hjarðarholti.
Séra Stefán kvæntist í annað sinn árið 1898 og gekk að eiga Þóru
Jónsdóttur prests á Auðkúlu Þórðarsonar og konu hans, Sigríðar
Eiríksdóttur Sverrissonar. Eignuðust þau þrjár dætur. Tvær dóu í
bernsku, og voru þær báðar skírðar Hólmfríður — eftir ömmu sinni. Á
lífi er Sigríður, gift séra Gunnari Árnasyni á Æsustöðum.
Frú Þóra var hin vænsta kona, fríð og sköruleg, enda reyndist hún
manni sínum trúr förunautur í 35 ára hjónabandi. Að honum látnum
fluttist hún til dóttur sinnar og tengdasonar, að Æsustöðum, og
dvaldist þar til dauðadags, 1947.
Enda þótt séra Stefáni semdi vel við sóknarbörn sín og nyti
óskiptrar virðingar þeirra, átti hann flesta æskuvini sína og frændur á
Suðurlandi. Tveir synir hans stunduðu líka skólanám syðra. Þvi var
það árið 1904, er Stokkseyrarprestakall losnaði við fráfall séra Ólafs
Helgasonar, að séra Stefán sótti um það. Umsækjendur voru 16, enda
var brauðið talið í röð hinna tekjuhæstu á landinu. Af umsækjendum
völdu stiftsyfirvöldin þrjá, þá er mesta verðleika höfðu, og settu á
„skrá“, sem kallað var. Voru þeir að þessu sinni séra Jónas Jónasson,
L