Húnavaka - 01.05.1987, Qupperneq 124
122
HUNAVAKA
Hrafnagili, séra Zóphónías Halldórsson, Viðvík, og séra Stefán M.
Jónsson, Auðkúlu. Um þessa presta átti stöfnuðurinn svo að velja.
Úrslit voru þau, að séra Stefán var kosinn lögmætri kosningu með
miklum meirihluta atkvæða. Var honum svo veitt kallið 23. ágúst
1904, en nágrannaprestar þjónuðu til næstu fardaga, er hann hugðist
flytjast suður. En áður en sá timi kom, hafði hver einasti bóndi í
Auðkúlu- og Svínavatnssóknum sent honum eindregna áskorun um
að vera prestur þeirra áfram. Auk þess var frú Þóru þvernauðugt að
fara frá Auðkúlu, þar sem hún var borin og barnfædd. Varð því úr, að
séra Stefán afsalaði sér Stokkseyri. Er talið, að hann hafi tekið þá
ráðabreytni allnærri sér, þótt eigi talaði hann margt um eða léti gleði
sína.
Það leikur ekki á tveim tungum, að kosningin í Stokkseyrarpresta-
kalli var mikill persónulegur sigur fyrir séra Stefán. Hann hafði keppt
við tvo þjóðkunna klerka og borið sigur af hólmi. Hins vegar lætur
hann metnað sinn, embættisframa og bætt launakjör þoka fyrir ósk-
um nánustu vandamanna sinna og sóknarbarna, sem hann hefur deilt
gleði og sorgum með í nærfellt tuttugu ár. Mér virðist sem fátt ytri
atburða varpi skýrara ljósi á skaplyndi og manngildi séra Stefáns en
þetta. Hann olnbogar sig ekki fram í lífinu. En í eina skiptið, sem hann
tekur þátt í keppni við úrvalslið stéttarbræðra sinna, þá reynist hann
þyngstur á metunum. Menn leita lífshamingju á margan hátt. Sumir
sækjast eftir og safna orðum og titlum, en eru sem kalkaðar grafir hið
innra. Séra Stefán var ekki í þeim hópi. Hann átti þá rósemi hjartans,
sem er auði og metorðum dýrmætari.
Eins og áður er getið, var margt stórbænda í Svínavatnshreppi, er
séra Stefán fluttist að Auðkúlu, og löngum síðan. Áhugi var mikill á
jarðabótum og öflugt búnaðarfélag starfandi í sveitinni. Tók séra
Stefán þegar fullan þátt í þeim málum og lét jafnan vinna mikið að
túnasléttun og túngirðingum á prestsetrinu. Sér þess enn merki, þótt
nú geti stórvirkar vélar unnið á fáum dögum það, sem áður tók ár með
handverkfærum.
Árið 1911 lét hann reisa íbúðarhús úr steinsteypu á Auðkúlu, og var
það fyrsta húsið, sem þannig var byggt í sveitum þar nyrðra. Gamli
bærinn var rifinn, enda var hann orðinn lítt hæfur til íbúðar sakir
kulda. Allt útlent efni í húsið varð að flytja á klökkum af Blönduósi,
4-5 stunda lestagang, steypuefnið varð að flytja á sama hátt neðan frá