Húnavaka - 01.05.1987, Qupperneq 126
124
II U N A V A K A
misseramótum, á jólanótt og gamlárskvöld, sem hann samdi og lét
prenta á Akureyri 1885 (8vo 42 bls.). I bókarformi er einnig Draumur
Jóns Jóhannessonar, er séra Stefán skrásetti (Akureyri, 1882). Allmargar
blaðagreinar eru eftir hann í Kirkjublaðinu og á víð og dreif í frétta-
blöðum. Leikrit samdi hann fyrir samkomur sveitunga sinna, en þau
munu glötuð. Enn má geta þess, að hann varð einna fyrstur manna á
landi hér til þess að læra Esperantó og hafði gert handrit að kennslu-
bók í því máli áður en bók Þorsteins hagstofustjóra kom út (1909). —
En langbesta tómstundayndi séra Stefáns var jafnan tónlistin. Hann
samdi margt sönglaga, sem voru lærð og sungin þar í sveit, en að öðru
leyti er mér ekki kunnugt um örlög þeirra. Stundum, en ekki oft, tók
hann fiðlu sína og lék fyrir heimafólk sitt á kvöldvökum.
Eftir að séra Stefán lét af prestskap, dvaldist hann og frú Þóra áfram
á Auðkúlu ásamt gamalli konu, sem lengi hafði verið á vist með þeim.
Héldu þau ofurlitlum bústofni eftir og höfðu heyskap eftir þörfum.
Ævikvöld hans var kyrrlátt og áhyggjulaust í skjóli sonar síns, séra
Björns, og fjölskyldu hans. Árið 1923 átti hann 50 ára stúdentsafmæli
og brá sér þá til Reykjavíkur í síðasta skipti á æfinni. Aðeins tveir
bekkjarbræður hans voru þar fyrir, þeir séra Jóhann Þorkelsson og
Guðmundur læknir Guðmundsson, áður í Laugardælum. Auk þess
hitti hann fornvin sinn Indriða Einarsson, sem varð stúdent ári á
undan honum. I þessari för söng hann messu í síðasta sinn í dóm-
kirkjunni í Reykjavík, og fannst áheyrendum mikið til um glæsilega
framkomu hins sjötuga sveitaprests.
I Reykjavík voru æskustöðvar séra Stefáns. Þótt bærinn hefði tekið
miklum stakkaskiptum, átti hann þar margs að minnast. Þar hvíldi
faðir hans og Sigríður, systir hans, sem hafði verið honum mjög kær.
Móðir hans hafði flutst norður að Bergsstöðum um 1880 og dvalist þar
og á Auðkúlu til hinstu stundar, 1894.
Séra Stefán andaðist að Auðkúlu 17. júní 1930 á 79. aldursári. Hann
hafði verið heilsuhraustur alla æfi. Þó átti hann um skeið við hjarta-
kvilla að stríða, sem hafði í för með sér mikla vanlíðan, meðan yfir
stóð. Þessi kvilli varð fátíðari með aldrinum og varð ekki banamein
hans. Hann andaðist úr lungnabólgu eftir mjög stutta legu og hafði
fullt ráð og rænu til hins síðasta.
Af viðkynningu minni og ættingja minna við séra Stefán M. Jóns-
son ásamt því, sem ég hefi kynnt mér æfiferil hans síðan, blandast mér