Húnavaka - 01.05.1987, Síða 127
HUNAVAKA
125
ekki hugur um, að hann hafi verið óvenjulegur mannkostamaður og
prýði sinnar stéttar. Störf hans voru unnin í kyrrþey í fremur afskekktu
byggðarlagi. Minning hans er hvorki höggvin í stein né greypt í málm.
„Umgerðin er góðra drengja hjörtu“. Hann var ekki auðugur maður,
ekki héraðsríkur eða umsvifamikill á veraldarvísu. En hann átti flesta
þá kosti, er sannan aðalsmann mega prýða. Farsæld fylgdi störfum
hans, og minning hans er tengd drengskap og ljúfmennsku.
Hver kynslóð er aðeins lítill steinn í hina miklu byggingu eilífðar-
innar, hver einstaklingur er sem lítið sandkorn. Þannig er öllu af-
mörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma.
Júní 1952.
STÖKK JARMANDI ÚR SAFNINU
Saga þessi er sögð frá Jóni og Guðmundi, bóndasonum frá Geitaskarði i Langadal,
en eigi er getið hvað foreldrar þeirra héti, ella hvenær helst þeir hafi uppi verið. Sagt er
að þeir væri glímumenn svo miklir að nálega stæðist þá engi, og Jón þó meiri. Það var
eitt sinn í göngum, er fé var rekið til Eyvindarstaðaréttar, að menn sáu sauð einn
mórauðan i safninu miklu stærri en alla aðra sauði. En er féð var rekið á eyri niður við
Blöndu og tekið var að rétta kom maður ríðandi framan með Blöndu á úlpu grárri.
Steig hann af baki í brekkunni fyrir ofan réttina. Voru þeir Skarðsbræður þar fyrir og
fleiri og bauð Jón honum til glímu og spyr hvaðan hann væri. Neitaði hann að glíma,
lést Jón heita og vera að sunnan. Þeir bræður eggjuðu hann til glímunnar, er það tjáði
eigi tók Jón í fætur honum og dró hann ofan úr brekkunni. Báðu þá margir að Jón
neyddi eigi mann þennan til fangs við sig og lét hann þá af þvi. Komumaður sagði að
siðar skyldi Jón fá mann að glima við sig, gekk siðan ofan á árbakkann, þar safnið stóð
neðan undir hið ódregna,og kvað vísu þessa:
Mórauður með mikinn lagð
mænir yfir sauðakrans.
Hófur, netnál, biti, bragð
á báðum eyrum, mark er hans.
Jafnskjótt og Móri sá mann þenna stökk hann jarmandi úr safninu og elti hann, þvi
suður reið hann aftur með Blöndu.
Syrpa Gísla Konráðssonar.