Húnavaka - 01.05.1987, Page 128
ÞÓRHILDUR ÍSBERG, Blönduósi:
Dóttir Islands
Ingibjörg J. Ólafsson
I bókinni Föðurtún eftir Pál Kolka lækni, í kafla sem hefur yfir-
skriftina „Þing“ standa þessar línur:
„Rétt sunnan við ána standa bæirnir Litla-Giljá og Brekka, neðan
við rætur fjallshlíðarinnar.
Mála-Ólafur Björnsson (d.
1849) bjó síðast á Litlu-Giljá, en
áður í Mjóadal, Reykjum og
Beinakeldu, málafylgjumaður
mikill, „nær meðalmaður á hæð,
en grannvaxinn, glaðlátur og vit-
urlegur í bragði“.
Dætur hans og konu hans,
Gróu (d. 1830) Ólafsdóttur,
Guðmundssonar Skagakóngs,
voru: 1) Oddný, kona Ólafs
hreppstjóra á Sveinsstöðum, 2)
Ingibjörg (d. 1897), kona síra
Jóns í Otradal, Jónssonar hrepp-
stjóra á Kornsá, en dóttir þeirra
var Guðrún húsfreyja á Akri,
Ingibjörg J. Ólafsson. móðir síra Bjarna í Steinnesi, og
3) Ósk, kona Jóns Jóhannessonar
á Beinakeldu (d. 1843), en þeirra sonur var Ólafur á Leysingjastöðum,
faðir Jóns hestamanns á Mýrarlóni, föður Ingibjargar Ólafsson fram-
kvæmdastjóra K.F.U.K.“
f örstuttu máli tekst höfundi Föðurtúna að vekja áhuga lesandans á
persónum, ættum þeirra og umhverfi.