Húnavaka - 01.05.1987, Page 130
128
HUNAVAKA
drenglyndi vakið áhuga þeirra fyrir fslandi, Sögueyjunni í Norður-
höfum, og fyrir þjóðinni sem þar býr.
Þegar ég hitti Ingibjörgu Ólafsson var hún á ferð um Norðurlönd til
þess að flytja fyrirlestra um ættland sitt meðal skólafólks.
Kunnátta þess um ísland var talin heldur lítil og hafði hún verið
beðin að koma þangað. Til þessa starfs var hún sérstaklega vel fallin.
Hún hafði kunnáttu og skilning til að gera efnið áheyrilegt og fróðlegt
og vekja áhuga æskunnar fvrir undralandi andstæðnanna.
A hinum fjölmörgu fyrirlestrarferðum sínum hefur Ingibjörg út-
breitt meiri þekkingu um Island en flestir landar hennar. Ég minnist
þess á einu Norðurlandamóti, að þegar íslenski fáninn var dreginn við
hún, hvernig allra augu hvíldu á „dóttur Islands“ og með hvílíkum
hlýleik þjóðsöngur Islands var sunginn. Sýndi það best þá virðingu og
vináttu sem Ingibjörg Ólafsson hefur áunnið sér meðal frændþjóð-
anna.
Síðan Ingibjörg Ólafsson kom fyrst til Danmerkur eru nú liðin 30
ár. Hefur hún aðallega starfað meðal æskulýðsins. Fyrir kærleiks-
starfsemi kristindómsins hefur hún alveg sérstaka hæfileika. Hin
sanna trú hennar, fórnfýsi, gáfur og glaða viðmót hefir opnað heimili
manna í öllum stéttum. Hún hefir einnig haft á hendi ýmis trúnaðar-
störf utan Norðurlanda, t.d. hefir hún verið skipuð í nefnd hjá Þjóða-
bandalaginu sem er til að minnka hina hræðilegu hvítu þrælasölu,
unnið að hjálparstarfsemi í Þýskalandi á kreppuárunum eftir stríðið,
farið fyrirlestrarferðir í Bandaríkjunum ásamt fleiru.
Hinar fjölbreyttu gáfur Ingibjargar Ólafsson hafa einnig sýnt sig í
ritstörfum hennar. Svo árum skiptir hefur hún skrifað að staðaldri í
mörg blöð og tímarit Norðurlanda, og á seinustu árum einnig í Eng-
landi. Hinar mörgu greinar hennar sem birst hafa bera vott um hin
víðtæku áhugamál hennar. Bók hennar „Þorkell á Bakka“ hefur
fengið ágæta dóma í blöðum á Norðurlöndunum.
„Hún er byggð upp af mikilli list með fornsögublæ“, segir einn
ritdómur um bókina. I haust koma tvær bækur eftir hana á markað-
inn, „Tanker Undervejs“ kemur út á dönsku og „Æfisaga Jesú
Krists“, sem hún hefur skrifað fyrir „Kristilega bókmenntafélagið“ í
Reykjavík.
Fjöldamargir vinir Ingibjargar Ólafsson í Englandi, Skotlandi, Ir-
landi og Norðurlöndunum glöddust yfir því, þegar þessi ágæti fulltrúi
Islands var sæmd heiðursmerki þjóðar sinnar.