Húnavaka - 01.05.1987, Side 137
HÚNAVAKA
135
Á klifberanum voru þrír klakkar og á tvo þeirra voru baggarnir
hengdir, en á miðklakkinn var settur taumur á næsta hesti þegar lestir
voru trossaðar saman.
Kliftöskur voru ekki til fyrst þegar ég man eftir.
Hér áður voru notuð ólarreipi þegar sótt var í kaupstað og flutt. Þau
voru úr nautsleðri, sem skorið var niður í ræmur og borin á þær feiti.
Ég hef heimildir um bónda, sem flutti landveg um 1850 frá Keldu-
hverfi í Þingeyjarsýslu vestur á Skagaströnd. Hann átti þrjá stráka. Sá
elsti var átta ára, en hinir mikið yngri. Þeir voru fluttir í kláfum, tveir
þeir litlu á móti þeim elsta.
Hefir fólk yfirleitt hugleitt hvað dýrmætt torfið hefir verið þjóðinni
frá alda öðli. Hér var allt byggt úr torfi og grjóti, strengur ristur og
hnausar stungnir, bæði klömbruhnausar og kvíahnausar. Grjót var
tekið upp úr melum og holtum og neðri hluti veggja hlaðinn úr grjóti
og streng, efri hlutinn úr streng og klömbruhnaus. Það var regluleg
prýði að líta vel hlaðna veggi úr torfi og grjóti með stórum vel röðuð-
um steinum í neðsta laginu en smærri þegar ofar kom í vegginn.
GEMSMIKLIR HEIMAMENN
Ærið gemsmiklir voru heimamenn í Hlíð og einna mest Árni sonur Halldóru og
leiksveinar hans. Mátti það nálega eigi öðruvísi vera, er hann ólst upp með móður
sinni. Það var eitt er þeir höfðu að gamni, að þeir tóku yngling þann er Helgi hét, ofan
af Laxárdal, og létu í poka og hunda þrjá með honum og bundu fyrir ofan. Flugust
hundarnir síðan á i sekknum og rifu sveininn til meiðsla áður honum yrði bjargað af
aðkomumanni. Kölluðu Hlíðarmenn hann síðan Helga hundapoka og festist það
nafn við hann.
Árni átti konu þá er Halldóra hét, systir Steinunnar konu Grimúlfs prests í
Glaumbæ, og voru þeirra börn Jón, Halldóra og Steinunn, er átti sá maður er Einar
tittlingur hét. Árni þótti ærið kvensamur, var hann orðaður af mörgum griðkum
sínum.
Það er sagt að Halldóra kona hans kæmi eitt sinn að einni í rúmi hjá honum. Greip
hún þá frá sér svuntuna, er í voru silfurhnappar þrír miklir, og barði hana um höfuðið
svo Árni varð að hjálpa henni í burtu. Er sagt að hún skeindist mjög á höfði og í andliti
af knöppunum.
Syrpa Gísla Konráðssonar.