Húnavaka - 01.05.1987, Page 149
HUNAVAKA
147
Móðir mín var um tvítugt þegar hún kynntist ungum sjómanni sem
hún trúlofaðist. Hann hét Arnkell Bjarnason og var ættaður vestan af
Snæfellsnesi, úr Stykkishólmi. Hann var á bát frá Kálfshamarsvík.
Með kærastanum sínum eignaðist hún eina dóttur, þá sem þetta
skrifar. Þau voru ekki samvista lengi. Hún sá um uppeldi dóttur sinnar
í föðurhúsum og má segja að hún hafi gegnt bæði föður- og móður-
hlutverki. Við mæðgurnar unnum saman að því að hugsa um og hlúa
að gömlu hjónunum, allt þar til yfir lauk. Við mæðgurnar vorum
saman í tæp 50 ár. Það vantaði aðeins einn mánuð upp á það.
Mamma fór aðeins burtu af heimilinu í tvo vetrarparta. Annan
veturinn var hún á Dalvík. Þar var hún hjá þeim Friðrikku og Elíasi,
foreldrum Bjarka Elíassonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Þar líkaði
móður minni mjög vel og bar hún þeim hjónum ávallt vel söguna.
Hinn veturinn fór hún vestur i Strandasýslu og dvaldi þar hjá þeim
Guðrúnu Guðlaugsdóttur og Inga Guðmonssyni að Fiskanesi, sem er
rétt hjá Drangsnesi. Ingi er bróðursonur Moniku, ömmu minnar.
Guðrún, kona hans, var veik þennan vetur og dvaldi móðir mín þar á
meðan. Henni líkaði þarna mjög vel og hitti margt frændfólk sitt sem
hún hafði ekki kynnst fyrr. Mig skildi hún eftir hjá foreldrum sínum,
enda vissi hún að þar mundi ekki um mig væsa. Nokkur vor var móðir
mín hjá Sigurði Árnasyni i Höfnum við æðardúnhreinsun.
Eftir lát Moniku ömmu minnar fór að styttast í veru okkar
mæðgnanna norðanlands. Á nýársdag 1948 fluttum við alfarnar frá
Sviðningi og lá leið okkar suður í Hafnarfjörð. Þar fengum við hús-
næði og var móðir mín í fiskvinnu og kaupavinnu á sumrin á bæjun-
um í kringum Hafnarfjörð um fjögurra ára skeið. Vorið 1953 hóf hún
störf hjá Vinnufatagerð Islands og vann þar við að sníða í 23 ár. Hún
átti alltaf lögheimili í Hafnarfirði að Hlíðarbraut 4. Vorið 1968 varð
hún fyrir áfalli með heilsuna, en hresstist aftur og gat stundað vinnu
sína, af veikum mætti, með dyggri aðstoð vinkonu sinnar og sam-
verkakonu sem sótti hana og flutti til vinnu.
Árið 1952 eignaðist hún tengdason, Arnór A. Guðlaugsson, sem hún
mat mikils. Síðan komu barnabörnin þrjú. Þau eru Arnór Heiðar,
Þuríður Sveinbjörg og Guðbjörn og urðu öll ömmu sinni kærkomnir
vinir. Síðustu árin hélt hún til hjá okkur á Digranesveginum.
Móðir mín varð bráðkvödd að heimili mínu 1. september 1977 og
var hún jarðsett i Hafnarfjarðarkirkjugarði.