Húnavaka - 01.05.1987, Page 151
HUNAVAKA
149
Jóns og hennar. Guðný leit aldrei aftur sína skaftfellsku heima-
haga.
Þau Jón og Guðný bjuggu fyrstu árin á Skagaströnd en fluttu svo út
undir Brekku, bæjarhverfi fyrir utan Skagaströnd.
Þrettán ára gamall flyst Tómas svo með foreldrum sínum til
Blönduóss þar sem hann átti heimili æ síðan.
A þessum árum, fyrir og um 1920, voru viðhorf í atvinnu- og
félagsmálum býsna ólík því, sem fólk almennt þekkir í dag. Fólk varð
að búa að sinu og treysta á sjálft sig að flestu leyti. Fátæktin var
almenn og miklar kröfur gerðar um nægjusemi á öllum sviðum. Þrátt
fyrir þetta var engu minni lífsfylling og lífsgleði meðal fólksins.
Það er við þessar aðstæður, sem Húnvetningurinn ungi, Tómas R.
Jónsson, vex upp. Hann kynntist erfiðisvinnu til sjós og lands. Farið
var i róður á opnum smáfleytum frá bæjum undir Brekkunni, slegið
með orfi og ljá á túni og engjum og staðið yfir fé í haga. Fyrir mörgum
árum orti Tómas þannig um bernskuár sín:
Finn ég andann una
enn við forna haga.
Mér er ljúft að muna
mína bernskudaga.
Ylur ungdómstíða
enn í sál mér lifir.
Læt ég hugann líða
liðna tima yfir.
A áttræðisafmæli hans áttum við þess kost, nokkrir vinir og ætt-
ingjar, að heyra hann lýsa æsku sinni þarna á strönd Húnaflóans og
seinna við ósa Blöndu. Undirrituðum verður með öllu ógleymanlegar
þær fjölmörgu mannlífsmyndir, er hann seiddi þá fram frá æsku sinni.
Þá kom glöggt fram sá reginmunur, það mikla djúp, sem aðskilur líf
okkar frá lífsmunstri fyrri tíma.
Um tvítugsaldurinn fór Tómas til náms á Bændaskólann á Hólum.
— Auk þess að sækja þangað fjölþætta fræðslu og félagsþroska, þá
kynntist hann þar sínum lífsförunaut — Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur
frá Bakka i Svarfaðardal. Þau Tómas voru mjög jafnaldra, hún var
fædd 23. október 1903. Eftir 43 ára sambúð andaðist Ingibjörg 24.
nóvember 1969. Hún var gáfuð mannkostakona.