Húnavaka - 01.05.1987, Page 152
150
HUNAVAKA
Eftir að skóladvöl lauk á Hólum hafði Tómas mestan áhuga á að
hefja búskap. Honum bauðst þá Bakki í Svarfaðardal til ábúðar. Allir
kunnugir vissu að tengdafaðir hans, Vilhjálmur á Bakka, sem þá hafði
gert jörð sína að stórbýli, hafði mikla trú á því að tengdasonurinn
myndi síður en svo láta merkið falla, en af þessu varð ekki.
Foreldrar Tómasar, þá öldruð nokkuð og þreytt, vildu ógjarnan
flytjast svo langt frá sinni byggð. — Þá var teningunum kastað.
Heimahagar Tómasar fengu hann nú heim að fullu og öllu, ásamt
ungri og glæsilegri brúði.
Nú hófst langur og farsæll starfstími í vaxandi þorpi, Blönduósi.
Lengst vann hann hjá samvinnufélögum bænda, eða í 50 ár. Fyrst við
afgreiðslu og almenn skrifstofustörf, en síðar við aðalbókhald, gjald-
kera- og fulltrúastarf. Alls mun hann hafa unnið með fjórum kaupfé-
lagsstjórum.
Hér verður ekki gerð frekari grein fyrir aðallífsstarfi Tómasar.
Æskudraumurinn, bóndastarfið, rættist að vísu ekki í sinni upphaf-
legu mynd. Hins vegar fékk hann að fylgjast með allri þeirri stórkost-
legu byltingu í búháttum og mannlífi, sem hann og aðrir Hólasveinar
sáu í hillingum á fyrri hluta aldarinnar.
í félagsstarfi á Blönduósi gekk Tómas sín fyrstu spor á vegum
ungmennafélagsins Hvatar, er stofnað var 1923. Þar eins og víðar
reyndist sá félagsskapur vera góður skóli ungu fólki, og raunar varð
það mörgum eini skólinn.
Enginn vafi leikur á því að margir samtíðamenn Tómasar muna
hann best sem leikara á sviði eða sem leikstjóra. Leikferil sinn hóf hann
hjá ungmennafélaginu. Síðar, þegar Leikfélag Blönduóss var stofnað,
var hann lengi leikari og leikstjóri á þess vegum. Tómas mun hafa
kvatt sviðið að loknum 44 ára leikferli.
Ótaldar eru þær stundir, áður fyrr, þegar hann í góðra vina hópi
flutti ljóð og stökur. Flugu þá stundum með léttir gamanbragir sem
lyftu huganum yfir eril dagsins.
Börn og barnabörn Ingibjargar og Tómasar eru: Kristín Bergmann,
gift Einari Kristjánssyni fyrrv. skólastjóra. Börn þeirra eru Tómas
Ragnar og Ingibjörg Kristrún. Nanna, gift Skúla Pálssyni símaverk-
stjóra. Börn þeirra eru Ingibjörg Dúna og Páll. Ásta Heiður. Hún var
gift Róbert Kristjónssyni framreiðslumanni. Hann lést árið 1973.
Börn þeirra eru Linda Guðný og Tómas Kristjón. Ragnar Ingi, full-
trúi hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga, kvæntur Önnu Guðmunds-