Húnavaka - 01.05.1987, Side 155
HÚNAVAKA
153
Næstu 19 ár var svo Kristján starfandi trésmiður í Reykjavik, átti og
rak þar trésmíðaverkstæði um tíma. 1946 flytur hann til Blönduóss
með fjölskyldu sína, en þar var hann ráðinn til að byggja mjólkurstöð
og barnaskóla. Að ári liðnu ætlaði Kristján suður aftur, en þá var lagt
að honum að vera áfram á Blönduósi og er það happ okkar Hún-
vetninga að Kristján féllst á það. Trésmiðjan Stígandi h.f. var stofnuð
og hefur verið starfrækt síðan; undir stjórn Kristjáns til ársloka 1975,
en þá tók Hilmar sonur hans við fyrirtækinu og hefur rekið það síðan.
Kristján var athafnamaður, traustur og orðheldinn og vildi allra
vanda leysa, og eru mannvirki þau er hann reisti hér á Blönduósi og í
sveitunum hér í Húnavatnssýslu talandi dæmi um atorku, hug-
kvæmni og fórnfýsi því oft var starfsdagurinn langur, sem í bernsku.
Tómas R. Jónsson orti til Kristjáns á 50 ára afmæli hans:
Endurbygging eflir brautargengi
og örvar fólksins metnað, trú og von.
Húnvetningar hljóta að muna lengi
húsasmiðinn Kristján Gunnarsson.
Árið 1930 gekk Kristján að eiga Aðalheiði Þorvarðardóttur og
eignuðust þau fimm börn, Hrefnu, gifta Sigurði Ásbjörnssyni og búa
þau í Mosfellssveit; Þóri, giftan Guðrúnu Vernharðsdóttur, en þau eru
búsett á Kanaríeyjum; Hrein, giftan Sigríði Jónasdóttur og Hönnu,
gifta Jóni Ólafssyni en þau búa á Eskifirði. Fimmta barnið lést í
bernsku. Þau Kristján og Aðalheiður slitu samvistir árið 1940. Arið
1944 kynntist Kristján Valgerði Þorbjarnardóttur frá Stafholtsveggj-
um í Borgarfirði, sem varð lífsförunautur hans allt til dauðadags, 14.
júní 1976. Eignuðust þau þrjá syni sem allir eru búsettir á Blönduósi,
en þeir eru Þormar trésmiður, ókvæntur, Hilmar framkvæmdastjóri,
hans kona er Valdís Finnbogadóttir og Sigurður bankaútibússtjóri,
giftur Sigurlaugu Þorsteinsdóttur.
Barnabörnin eru 16.
Fjölskylda mín var svo lánsöm að vera búsett i næsta nágrenni við
Valgerði og Kristján og eignast góða vináttu þeirra og sona þeirra.
Á því rausnarheimili var ég tíður gestur í fjölmörg ár, alltaf vel-
kominn, en svo var um alla þá er þangað komu. Á þessum árum
kynntist ég mannkostum þeirra hjóna og verða þau ár mér ógleym-
anleg. Heimilið og starfið áttu hug Kristjáns og víst er að góður