Húnavaka - 01.05.1987, Page 157
Jósefína Pálmadóttir
Fœdd 14. mars 1887 — Dáin 4. september 1986
Sá, sem hefir Alvaldið í sjálfum sér, gróðursetur dyggðina.
Sá, sem hefir það í ætt sinni, lífgar fjölmarga frjóanga dyggðarinnar.
Sá, sem eflir það í byggðarlagi sínu, veitir dyggðinni vöxt.
Sá, sem eflir það í ríkinu, lætur hana blómgast.
Sá, sem eflir það í heiminum, lætur limar hennar breiðast um allt.
Ur bókinni um veginn, eftir Lao-Tse.
Jósefína Pálmadóttir hafði lifað 99 og hálft ár, þegar hún lést þann 4.
september, fleyg og fær fram yfir nírætt og fylgdist vel með öllu, þó að
heyrn og sjón fölskvuðust nokkuð síðustu árin. Þar sem þessi síðustu
hundrað ár, hafa verið slíkir um-
byltingatimar í íslensku þjóðlífi
og sú aldamótakynslóð, sem nú er
að hverfa af sviðinu var skapandi
og ríkjandi afl þeirrar sögu, þá er
öllum hollt að staldra við, í
minningu þeirrar látnu merkis-
konu, skoða feril hennar og sög-
una í samhengi. Huga að erfðum
og ættarrótum. Styrkja tengslin
milli fortíðar og framtíðar. Gera
sér grein fyrir ábyrgð líðandi
stundar og þeirra er hana lifa og
móta. —
Jósefína Pálmadóttir er ein-
mitt verðugur fulltrúi þessarar
dugmiklu, hugsjónaríku og
drenglyndu aldamótakynslóðar,
sem fórnaði lífi sínu í dagsins önn, af slíkri reisn, manngæsku og
höfðingslund, er lagði grunninn að og skapaði það velferðarþjóðfélag,