Húnavaka - 01.05.1987, Side 158
156
HUNAVAKA
er spratt upp úr harðinda- og krepputímabili fyrri hluta aldarinnar.
Kynslóð, sem lét aldrei baslið smækka sig, tignaði skáldskap og há-
leitar hugsjónir og sótti styrk í ungmennafélagsskapinn til sameining-
ar og samstarfs.
Við skulum rekja söguna í stórum dráttum, með henni Jósefínu.
Hún fæddist í Gautsdal á Laxárdal fremri þann 14. marz 1887,
dóttir merkishjónanna Pálma Sigurðssonar og Sigríðar Gísladóttur frá
Eyvindarstöðum. Stóðu að þeim merkar ættir og kunnar að mann-
kostum. —
Ljósmóðirin hefur komið kafandi ófærðina á snjóþungum vetrar-
degi — eða nótt. Þakkað Alvaldinu að allt gekk vel, kvatt, og falið því
framtíð móður og barns, í gamla torfbænum. —
Fyrir voru 3 börn á palli, þau Jón, Sigurður og Guðrún, nú bættist
Jósefína við, síðar Gísli.
Þegar Jósefína var 7 ára, fluttist fjölskyldan niður að Æsustöðum í
Langadal, þar sem þau bjuggu síðan allan sinn búskap og þessi
föngulegi systkinahópur ólst upp við störf, glaðan leik og söng, því
sönghneigðin var þeirri ætt í blóð borin og rækt sem kostur var.
Bólstaðarhlíðarhreppur hefur átt því láni að fagna, að eiga söng-
menn góða og tónsmiði. Til marks um það má hafa, að á síðasta ári,
þegar karlakórinn hélt upp á 60 ára afmæli sitt og gaf út hljómplötu af
því tilefni, þá var söngskráin og lögin öll, heimasmíð kórfélaga og
söngstjóra á þeim ferli. Gamla kórfélaga hef ég heyrt segja, að konun-
um ættu þeir að þakka að hafa getað rækt þennan félagsskap, meðan
fara þurfti gangandi langar leiðir til æfinga, sem var tímafrekt. Þá
bættu konurnar á sig störfum utan húss og gættu bús og barna. —
Á þessu tímabili blómstraði líka ungmennafélagsskapurinn, og lyfti
hugum fólks yfir hversdagsleikann. Þar tóku konur og ungar stúlkur
líka þátt. Æsustaðasystkinin voru þar engir eftirbátar.
Árið 1914 giftist Jósefína skagfirskum bóndasyni, Ólafi Björnssyni
frá Ketu í Hegranesi. Þau byrjuðu búskap í Ketu, í félagi við föður
hans, en að fjórum árum liðnum kaupa þau Mörk á Laxárdal og búa
þar næstu 20 árin. Á Laxárdal getur verið vetrarríki mikið þegar svo
árar, og 1918 var harðindaár. Ekki dró það kjark úr Jósefínu, sem stóð
þarna af sér hverja raun og stækkaði með verkum sínum í harðri
lífsbaráttu.
Á þeim tíma voru húsakynni að mestu úr torfi og grjóti. Vatn þurfti
að bera í fötum, oft um nokkurn spöl, úr brunni eða bæjarlæk, bæði í