Húnavaka - 01.05.1987, Page 159
HUNAVAKA
157
bæ og skepnur. Þvegið í bala á bretti, ef til var, og skolp borið út.
Mjólkin látin setjast í trogum og byttum, sem þurftu mikinn þvott og
hreinlæti, smjör strokkað úr rjómanum og skyr gert úr undanrenn-
unni. Brauð hnoðað og bakað í hlóðum undir potti og falinni glóð, þar
til eldavélin kom til sögunnar.
Skinn og húðir rakaðar, spýttar, hertar og gerðir úr skór á allt
heimilisfólk, árið um kring. Kindur rúnar á vorin, ullin þvegin,
þurrkuð og tekin frá til tóskapar. Um sláttinn gengu konur að heyskap
öllum stundum, með bæjarverkum, og á haustin var ærinn starfi að
gera slátur í margar tunnur og undirbúa matarforðann til vetrar-
ins.
Frá Mörk á Laxárdal og öðrum afdalabæjum, var ekki á þessum
tímum farið í kaupstað nema tvisvar til þrisvar á ári og tekið sem
minnst út, því búin voru smá og innleggið ekki alltaf hátt verðlagt.
Fólk bjó að sínu, sem bezt það gat, og konan í þessu mannfélagi varð
að vera bæði mikilvirk og verkhög. Þær dyggðir uppfyllti Jósefína á
Mörk, flestum betur.
Jafnframt því að kemba, spinna og prjóna flíkur innst sem yst á allt
sitt heimafólk þá átti hún líka þann mannkærleika og fórnfýsi til að
bera, að hún taldi ekki eftir sér að vaka nokkuð lengur fram eftir, til
þess að tæta ull og koma i flíkur handa illa stöddum nágrannabörn-
um, eða öðrum sem minna máttu sín. Hluttekning og hjálpfýsi góðra
granna var tryggingakerfi þeirra tíma. Það var þéttbýlt á Laxárdal,
fram eftir öldinni, og sum býlin smá, en fólkið var félagslynt og
hjálpaðist að.
Jósefína á Mörk var víkingur dugleg, listfeng og hög í höndum. Það
var þvi með ólíkindum hverju hún kom í verk. Og allt fram á síðustu
ár, saumaði hún út og prjónaði af kappi.
Það lætur að líkum að Jósefína átti mikilvirkan þátt í að móta og
setja svip á mannlíf sveitar sinnar. Ekki síst vegna þess að hún var
félagslynd, frjálsleg í fasi, beinvaxin og höfðingleg og sópaði að henni.
Þrátt fyrir annir heima, lagði hún á sig að ganga nokkrar bæjarleiðir
til messu og syngja í kirkjukórnum eða heimsækja góða granna og
rækja við þá vináttu.
Meðan Litla-Vatnsskarð var alfaraleið milli byggða Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslna, var oft gestkvæmt á Mörk, þar sem bærinn
stendur rétt sunnan skarðsins. Og húsbændurnir höfðingjar heim að
sækja, glaðværir og gestrisnir.