Húnavaka - 01.05.1987, Qupperneq 163
HUNAVAKA
161
lá leiðin í Reykjaskóla í Hrútafirði, og lauk Sigmar landsprófi þar
vorið 1961. Arin 1961 til 1963 er hann svo við nám í Samvinnuskól-
anum Bifröst. Að loknu prófi í Samvinnuskólanum var Sigmar við
nám og starf í kaupfélagsverslun í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði.
Eftir heimkomu hóf Sigmar störf hjá Kaupfélagi Húnvetninga,
fyrst sem gjaldkeri, en síðar fulltrúi kaupfélagsstjóra allt til æviloka.
Undirritaður hóf störf 1970 á skrifstofu Kaupfélagsins, og áttum við
Sigmar sama vinnustað í 16 ár. Sem nærri má geta þurfti nýr starfs-
maður á kennslu og ráðleggingum að halda, og þá var sjálfsagt að leita
til Sigmars, sem ávallt var tilbúinn til hjálpar á sinn sérstæða hógværa
hátt, en jafnframt léttur í lund, jafnlyndur og réttsýnn. Sigmar brá
örsjaldan skapi, en var þó alls ekki geðlítill, hann kunni bara öðrum
fremur að stilla skap sitt. Svona kom Sigmar mér fyrir sjónir, þegar ég
kynntist honum fyrst, sem var á unglingsárum okkar, og svo hefur
verið síðan við tómstundir og starf í rúm tuttugu ár.
Sigmar var félagslyndur, og hóf snemma afskipti af þeim málum
hér, fyrst sem félagi í ungmennafélaginu, enda liðtækur vel í frjálsum
íþróttum á þeim árum. Sigmar var einn af stofnendum Hjálparsveitar
skáta, og var í mörg ár einn af máttarstólpum sveitarinnar. Þá gekk
Sigmar snemma til liðs við Leikfélag Blönduóss, og þar sem annars
staðar var hann ávallt tilbúinn að leggja fram krafta sína, hvort heldur
það var í stjórn félagsins, eða sem leikari á fjölunum í Félagsheimilinu,
en þar lék hann oft stór hlutverk, sem verða áhorfendum minnisstæð,
þótt árin líði.
Félagi í Lionsklúbbi Blönduóss gerðist Sigmar fyrir nokkrum árum,
og sat í stjórn klúbbsins á síðastliðnu ári fullur áhuga og dugnaðar.
Ýmsum fleiri menningarfélögum lagði hann lið, svo sem Lúðrasveit
Blönduóss, JC Húnabyggð og Samkórnum Björk. Meðhjálpari við
Blönduósskirkju var Sigmar í mörg ár og á síðastliðnu vori var hann
kjörinn í sóknarnefnd. Störf við Blönduósskirkju vann hann af einurð
og alúð. 1 hreppsnefnd Blönduósshrepps var Sigmar kjörinn vorið
1982 og endurkjörinn á síðastliðnu vori. Áður gegndi hann starfi
endurskoðanda Blönduósshrepps í átta ár.
Sigmar sóttist ekki eftir mannvirðingum, en hann skoraðist aldrei
undan þátttöku í málefnum er hann taldi verða til framdráttar
heimabyggð sinni, og hann átti traust og trúnað samferðamanna
sinna.
Hinn 14. júlí 1968 gekk Sigmar að eiga eftirlifandi eiginkonu sína,
íi