Húnavaka - 01.05.1987, Page 164
162
HUNAVAKA
Sigrúnu Kristófersdóttur frá Skagaströnd. Eignuðust þau tvö börn,
Önnu Kristrúnu, fædda 13. janúar 1968 og Jón Kristófer, sem fæddur
er 16. mars 1972. Anna stundar nám við Menntaskólann á Akureyri,
en Jón er nemandi við Grunnskóla Blönduóss. Saman byggðu þau sér
hús að Hólabraut 15, þar átti fjölskyldan fallegt heimili, sem ein-
kenndist af samstöðu og gestrisni. Fjölskyldan átti hug Sigmars, hann
var einstakur eiginmaður, börnunum ekki einungis góður faðir, heldur
líka vinur og félagi, foreldrum og tengdaforeldrum hlýr og tryggur
sonur.
Sigmar var dýravinur, og átti hross í félagi við Jón Kristófer, þar
áttu þeir feðgar saman dýrmætar stundir, stundum einir, en líka í
samfélagi við ættingja og vini. Undirritaður átti með þeim feðgum
ómetanlegar stundir við hestamennsku, stundir sem ekki gleymast,
fremur en aðrar samverustundir með Sigmari.
f veikindum Sigmars var Sigrún við hlið hans öllum stundum, hlúði
að honum og studdi hann með endalausum kærleik. Dugnaður og
sálarstyrkur einkenndi öll hennar störf þessa mánuði.
Fráfall góðs vinar fær mann til að íhuga hvað góð vinátta er mikils
virði, og stór þáttur í lífinu. Því er nú skarð fyrir skildi. Stærstur er þó
missir fjölskyldunnar, þar verður söknuðurinn erfiðastur, en þar eru
minningarnar líka bestar, minningar um föður og eiginmann sem
umvafði heimili sitt ástúð og friði sem aldrei brást.
Ragnar Ingi Tómasson.