Húnavaka - 01.05.1987, Page 167
HUNAVAKA
165
næstum á hverjum degi, og stytta honum stundir við spja.ll um þeirra
sameiginlegu áhugamál.
Gústi fæddist þann 12. júlí 1911 að Hrafnabjörgum í Svinadal og
ólst þar upp. Hann kvæntist Ásu Pálsdóttur frá ísafirði og áttu þau
þrjú börn, Jónínu Guðrúnu, Pál og Sigvalda.
Hann varð búfræðingur frá Hólaskóla árið 1932 og var síðan í
Samvinnuskólanum 1933-35. Upp frá þvi vann hann nær eingöngu
við skrifstofustörf, t.d. hjá heildverslun Jóns Loftssonar og hjá Ofna-
smiðjunni. Frá 1. janúar 1948 vann hann hjá Flugmálastjórn, fyrst
sem aðalgjaldkeri og síðan sem skrifstofu- og fjármálastjóri. Hann lét
af störfum 1982, þá 70 ára. Sem aukastarf byggði hann upp og ræktaði
á Hrafnabjörgum, keyrði oft norður, stundum um hverja helgi, og
dvaldi þar í öllum sínum fríum i mörg ár.
Hann hafði svo sterkar tilfinningar fyrir sinni gömlu sveit að slíkt er
með eindæmum. Slíkur athafnamaður skilur eftir sig spor hvar sem
hann kemur og sjónarsviptir er að, þá er hann hverfur.
Asdís Hallgrímsdóttir.
Steinþór Björnsson lést á Héraðshælinu á Blönduósi 4. janúar, 85 ára
að aldri.
Hann var fæddur 28. mars 1900 að Litlu-Giljá í Þingi. Foreldrar
hans voru Björn Hjálmarsson, Hjálmarsson-
ar bónda í Haga í Þingi og konu hans Mar-
grétar Halldórsdóttur frá Geirastöðum. En
móðir Steinþórs var Guðrún Bjarnadóttir,
Björnssonar bónda á Umsvölum og konu
hans Önnu Davíðsdóttur frá Gilá. Foreldrar
Steinþórs bjuggu á Litlu-Giljá um aldamót-
in, komu þangað frá Hafnarfirði.
Elst af börnum þeirra var Davíð. Hann
flutti síðar til Vesturheims. Var bóksali í
Winnipeg um 18 ára skeið og kom mikið við
félagsmál Vestur-lslendinga þar vestra.
Annað systkina hans var Sigríður. Hún fluttist vestur á Snæfellsnes og
bjó um árabil á Kóngsbakka í Helgafellssveit og á þar afkomendur.
Steinþór naut eigi lengi samvista við foreldra sína, en tæpra tveggja
ára var hann tekinn í fóstur af hjónunum á Breiðabólsstað í Vatnsdal,