Húnavaka - 01.05.1987, Side 168
166
HUNAVAKA
þeim Helga Jónssyni frá Hnjúki og konu hans Ingibjörgu Jóhanns-
dóttur, er ættuð var frá Hrappsstöðum í Víðidal, en þeim varð eigi
barna auðið. Bjuggu þau um langt skeið á Breiðabólsstað og þar ólst
Steinþór upp við gott atlæti og ástríki góðra fósturforeldra.
Um foreldra Steinþórs er það að segja, að þau slitu samvistum, er
hann var barn að aldri. Fór Guðrún norður í Vatnsdal, en aðeins til
skammrar dvalar. Á efri árum sínum fluttist hún til Vesturheims og
dvaldi síðustu æviár sín í skjóli sonar síns Davíðs og lést í Vesturheimi
14. maí 1936, 76 ára að aldri. Björn faðir hans lést í Reykjavík árið
áður eða 1935.
Snemma mun hafa komið í hlut Steinþórs að aðstoða fósturforeldra
sína við bústörfin. En þegar hér var komið sögu var fósturfaðir hans
orðinn heilsuveill og hafði misst sjónina. Var Steinþór nokkuð innan
við tvítugsaldur. Tók hann þá við bústjórn ásamt fóstru sinni og kom
þá brátt í ljós verklagni hans á hinum ýmsu sviðum.
Hann var mjög nærfærinn við skepnur og var oft á tíðum leitað til
hans í slíkum tilfellum, áður en dýralæknar komu til sögunnar.
Steinþór var hestamaður góður. Snemma mun áhugi hans hafa
verið vakinn fyrir hestum. Hóf hann ungur að temja og hélt því áfram
til elliára og átti jafnan góða reiðhesta.
Að fóstru sinni Ingibjörgu látinni 1924, tók hann við búi að
Breiðabólsstað og bjó þar til ársins 1976.
Þann 31. október 1925 gekk hann að eiga Ingibjörgu Jónasdóttur
frá Kárdalstungu. Eignuðust þau hjón 4 börn en þau eru: Ingibjörg,
gift Jóhanni Guðmundssyni, en þau eru búsett í Skólahúsinu í Þingi,
Sigurlaug, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðsteini Jónssyni, Jóhanna,
saumakona i Reykjavík, gift Gunnlaugi Albertssyni og Jónas, húsa-
málari í Reykjavík, en kona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir. Einnig
ólu þau hjón upp dótturson sinn, Þór Inga Árdal, bifvélavirkja á
Þórshöfn á Langanesi, en kona hans er Kolbrún Ósk Jörgensen.
Þann 22. nóvember 1976 brugðu þau hjón búi og fluttu á ellideild
Héraðshælisins á Blönduósi en þar lést kona hans 4. apríl 1978.
Steinþór dvaldi á ellideildinni til dauðadags.
Steinþór á Breiðabólsstað unni mjög æskustöðvum sínum og var
bundinn þeim til dauðadags. Hann var góður bóndi og dyggur þegn
sveitar sinnar. Þar var æskuskónum slitið. Innan hennar ramma var
lífshlaup hans.
Útför hans var gerð frá Þingeyrakirkju 18. janúar.