Húnavaka - 01.05.1987, Side 169
HUNAVAKA
167
Sigurlaug Jósefína Sigurvaldadóttir frá Ásum lést á Héraðshælinu á
Blönduósi 21. janúar.
Hún var fædd 13. nóvember 1914 að Bjarnastöðum í Þingi. Var hún
elst tíu barna þeirra Sigurvalda Jósefssonar
bónda á Eldjárnsstöðum i Blöndudal og
konu hans Guðlaugar Hallgrímsdóttur, er
var af hinni svokölluðu Reykjahlíðarætt í
Þingeyjarsýslu. Eru þau systkini 8 á lífi. Sig-
urlaug ólst upp hjá foreldrum sínum og
dvaldi í foreldrahúsum allt þar til hún fer,
sem kaupakona til Ingvars Ágústssonar, er
þá bjó á hálfri jörðinni Tungunesi.
Þann 8. febrúar 1934 gengu þau í hjóna-
band og hófu búskap sinn á Kárastöðum í
fardögum sama ár og bjuggu þar um 11 ára
skeið. Síðan fluttu þau að Ásum og bjuggu þar nær allan sinn búskap
eða allt til ársins 1970, en þá tók Hannes sonur þeirra við jörðinni. Þar
dvöldu þau í skjóli sonar síns og konu hans til ársins 1980 er þau taka
sig upp og flytja búferlum til Hveragerðis. Gerðust þau vistfólk á
dvalarheimili aldraðra og dvöldu þar í tvö ár.
Eigi undu þau hjón hag sínum þar syðra, átthagarnir kölluðu þau
heim. Eftir tveggja ára dvöl syðra fluttu þau norður, þann 3. nóvem-
ber 1983, og settust að á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi, þar sem
Sigurlaug dvaldi til dauðadags.
Eignuðust þau hjón 11 börn, sem öll eru á lífi en þau eru: Sigur-
valdi, kennari í Reykholti, Sigmar, starfsmaður Pósts og síma i
Kópavogi, kvæntur Sólrúnu Elíasdóttur, Erla, húsmóðir, gift Brian
Wade, skipulagsfræðingi í Redding á Englandi, Guðlaug, félagsráð-
gjafi, býr í Ástralíu, Hreinn, mjólkurbílstjóri á Blönduósi, kvæntur
Þóreyju Daníelsdóttur, Hannes, verkamaður í Vestmannaeyjum,
kvæntur Hönnu Helgadóttur, Erlingur, bóndi á Hamri, kvæntur
Guðrúnu Atladóttur, Hörður, bifreiðastjóri í Vestmannaeyjum, Guð-
mundur, bóndi í Akurgerði í ölfusi, kvæntur önnu Höskuldsdóttur,
Sigurlaug, húsfreyja á Bakka í Víðidal, gift Ragnari Gunnlaugssyni og
Bára, húsmóðir í Vestmannaeyjum.
Sigurlaug gerði eigi víðreist á langri ævi. Hún var húsmóðir á stóru
sveitaheimili, ól upp stóran barnahóp og vann störf sín í kyrrþey.
Útför hennar var gerð frá Svínavatnskirkju 1. febrúar.