Húnavaka - 01.05.1987, Side 170
168
HUNAVAKA
Kristján Júlíusson lést á Héraðshælinu á Blönduósi 28. janúar, 93 ára
að aldri. Hann var fæddur 20. mars 1892 að Harrastaðakoti á Skaga-
strönd. Foreldrar hans voru Júlíus Guðmundsson bóndi þar og kona
hans Sólveig Kristjánsdóttir. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum ásamt 8 systkinum, sem
öll eru látin nema Ingunn, sem lifir í hárri elli
í Reykjavík.
Barn að aldri flutti hann með foreldrum
sinum að Skúfi í Norðurárdal. En rétt upp úr
aldamótunum flutti fjölskyldan til Skaga-
strandar og bjó á Hólanesi. Eins og títt var
um unglinga á þeim árum fór Kristján fljótt
að vinna fyrir sér og 17 ára að aldri var hann
í vinnumennsku að Bjarnastöðum í Vatns-
dal, um tveggja ára skeið og síðar að Vögl-
um. Næstu árin var hann í húsmennsku víða um sveitir Húnavatns-
sýslu.
Árið 1915 stofnaði hann heimili með Margréti Guðrúnu Guð-
mundsdóttur frá Blönduósi og bjuggu þau lengst af í hinum svokall-
aða Langaskúr á Blönduósi eða þar til hann reisti býlið Vegamót upp
úr 1950 og flutti þangað.
Framan af bjuggu þau við fátækt, þar sem barnahópurinn var stór
og oft ekki mikla atvinnu að sækja á þeim tímum. Var því oft þröngt í
búi hjá þeim er á mölinni bjuggu. Varð því fólk oft að sætta sig við
mikla nægjusemi og taka hvert það starf er bauðst í það og það skipti.
Einnig var stuðst við nokkurn búskap, framan af árum og var það
stórum barnafjölskyldum mikil stoð á erfiðum tímum.
Svo var um Kristján. Hann stundaði alla venjulega íhlaupavinnu er
bauðst, svo og leitaði sér atvinnu syðra eins og síðar verður að vikið.
Eignuðust þau níu börn en þau eru: Guðmunda, gift Birni Guð-
mundssyni á Akureyri, Helga, húsmóðir á Blönduósi, gift Þórarni
Þorleifssyni, Torfhildur, gift Páli Eyþórssyni, búsett í Grindavík,
Jónína, búsett á Selfossi, en maður hennar var Bjarni Kristinsson, sem
er látinn, Guðný, búsett á Blönduósi, Ivar, smiður og búsettur á
Akureyri, kvæntur Rósu Sighvatsdóttur frá Sauðárkróki, Hallbjörn,
verslunarmaður á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur. Tvo
drengi misstu þau, Hjálmar og Ara, báða á barnsaldri.
Árið 1966, er halla tók undan fæti og aldur færðist yfir, fóru þau
V