Húnavaka - 01.05.1987, Page 172
170
HUNAVAKA
neyti Héraðshælisins margt starfsstúlkna, er nutu leiðsagnar hennar
og töldu þær margar sig hafa hlotið þar veganesti, er jafnaðist á við
besta skóla.
Henni voru veitt starfsverðlaun fyrir góða og dygga þjónustu á 30
ára afmæli Héraðshælisins 1985.
Magdalena var trú lífsköllun sinni. Hún var dugleg og skyldurækin
svo af bar og skilaði miklu og góðu dagsverki.
Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 17. maí.
Haraldur Sigurjónsson varð bráðkvaddur á heimili sínu, Iðavöllum
Skagaströnd, 13. maí. Hann var fæddur 23. janúar 1914 að Stóra-
Bergi á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Sigurjón Jóhannsson,
kennari og hreppstjóri Sigurðssonar, bónda
að Sæunnarstöðum og kona hans Jóhanna
Jóhannsdóttir frá Hofi í Hjaltadal í Skaga-
firði.
Haraldur ólst upp að Höskuldsstöðum á
Skagaströnd allt til 19 ára aldurs hjá sr. Jóni
Pálssyni og konu hans Margréti Sigurðar-
dóttur, er var í ætt við Harald. Á sama tíma
ólust upp á Höskuldsstöðum Elín Rannveig
dóttir þeirra hjóna og fósturdóttir Margrét
Jónsdóttir og var ætíð mjög kært með þeim
fóstursystkinum.
Eina systur átti Haraldur, Katrínu að nafni, sem gift er Jóhanni
Jakobssyni, en þau eru búsett á Skagaströnd.
Ungur að árum stundaði Haraldur alla algenga vinnu, er til féll,
eins og títt var fyrr á árum. Hann sótti sjóróðra frá Grindavík, er hann
hleypti heimdraganum. Árið 1936 gekk hann að eiga Sigurlaugu
Björnsdóttur frá Örlygsstöðum í Skagahreppi en þar hófu þau búskap
sinn sama ár, og bjuggu þar um 5 ára skeið. Síðan fluttu þau að
Vindhæli, þar sem þau bjuggu í eitt ár.
Árið 1942 festu þau kaup á húseigninni Iðavöllum á Skagaströnd og
fluttu þangað þá um vorið. Þar hafði áður búið Hallgrímur Jónsson
frá Ljárskógum. Þar varð síðar heimili Haraldar allt til dauðadags.
Konu sína Sigurlaugu missti hann 1982, hina mætustu konu. Var
Björn faðir hennar á Örlygsstöðum annálaður framkvæmda- og at-
orkumaður, eins og Jón í Stóradal lýsir honum í æviágripi.