Húnavaka - 01.05.1987, Síða 173
HUNAVAKA
171
Á Skagaströnd stundaði Haraldur sjóróðra og vann þar oftast að
beitingu og netaróðrum. — Þess á milli vann hann alla almenna
vinnu, eins og áður er sagt, lengst af hjá frystihúsi Hólaness h.f. en þar
lét hann af störfum um áramótin 1985-1986. Jafnframt hafði hann
nokkrar kindur, sér til ánægju og lífsviðurværis.
Þau hjón eignuðust fjögur börn og lést eitt þeirra í æsku, en synir
þeirra þrír eru: Björn, sjómaður búsettur í Kópavogi, kvæntur Aldísi
Guðbjörnsdóttur, Grétar Jón, verkstjóri á Skagaströnd, kvæntur Sig-
urlaugu Díönu Kristjánsdóttur og Sigurjón Jóhann, verslunarmaður á
Blönduósi en kona hans er Róselía Ólafsdóttir.
Haraldur Sigurjónsson var stór maður vexti, fríður sýnum og
prúðmenni til orðs og æðis. Hann var dulur nokkuð, seintekinn í
viðkynningu, en trölltryggur þeim í raun, er hann batt vinskap við.
Haraldur var dugnaðarmaður og hollur í starfi. Naut hann því
mikils trausts samstarfsmanna sinna.
Útför hans fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 24. maí.
Klemenz Guðmundsson frá Bólstaðarhlíð andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi 8. júní, 94 ára að aldri. Hann var fæddur að Bólstaðarhlíð
14. mars 1892. Foreldrar hans voru Guðmundur Klemenzson, bóndi
þar Klemenzsonar frá Höfnum á Skaga og
kona hans Ingiríður Erlendsdóttir frá
Tungunesi, eitt hinna þekktu Tungunes-
systkina. Börn sín öll misstu þau hjón á
barnsaldri, nema Klemenz.
Hann segir svo frá í æviágripi er hann reit:
„Fyrsti kennari minn var vinnukona á
heimili foreldra minna að nafni Guðný
Nikulásdóttir.“ Klemenz telur að enginn
hafi haft meiri áhrif á líf hans, en þessi um-
komulitla kona, er kenndi honum bænir,
lestur og skrift og hjálpaði honum og leiddi
eins og væri það móðir hans.
Allt frá unglingsárum, hafði hann þráð að komast til mennta, en
hann var námfús og hneigður til bókar. Um þessar mundir hafði Árni
Hafstað, bóndi í Vík í Skagafirði, stofnað til skólahalds á jörð sinni.
Hann hafði farið utan til Noregs og numið tvo vetur við lýðháskólann