Húnavaka - 01.05.1987, Page 174
172
HUNAVAKA
í Askov, eins og svo margur landinn á þeim tíma, og orðið snortinn af
hugsjónum lýðháskólastefnunnar.
Er heim kom stofnaði hann til unglingaskóla í Vík, er var tveggja
vetra skóli, þrír mánuðir hvorn vetur. Klemenz innritaðist í þennan
skóla og taldi að vera sín í Vik hefði vakið þrá til framhaldsnáms.
Haustið 1910 settist hann því í þriðja bekk Flensborgarskólans í
Hafnarfirði þaðan sem hann lauk gagnfræðaprófi vorið 1911, eftir eins
vetrar nám.
Klemens hafði alltaf þráð að komast á lýðháskóla á Norðurlöndum.
Sú von hans rættist er hann sigldi til Noregs haustið 1912 og hóf nám
við lýðháskólann í Voss. Er hann með kunnustu lýðháskólum á
Norðurlöndum.
Þar stundaði hann nám einn vetur hjá hinum færustu kennurum,
en skólastjóri þar var Lars Ekland, einn af mestu mælskumönnum
Noregs. Sumarið eftir vann hann i Noregi að landbúnaðarstörfum
m.a. á sveitabæ i Harðangursfirði. Hann hafði sótt um skólavist í
Askov og fékk hana haustið 1913. Þennan vetur varð Klemenz fyrir
miklum andlegum áhrifum, er áttu eftir að móta líf hans upp frá því.
Um þessar mundir sagðist hann hafa haft sterka löngun til þess, að
halda til Ameríku og læra til prests, en ekkert varð þó úr þessum
áformum hans. Eftir dvöl sína í Askov, segist hann hafa haft mestan
áhuga á að gerast lýðháskólakennari og kenna með hinu lifandi orði
tungu sinnar og hjarta. Næsta sumar dvaldi hann í Danmörku. Hon-
um hafði borist til eyrna, að faðir hans, er þá var kominn að fótum
fram hefði i hyggju að selja Bólstaðarhlíð. Hraðaði hann því för sinni
heim til íslands á haustdögum 1915.
Heimkoman i Bólstaðarhlíð varð honum mikið fagnaðar-
efni.
Framtíðaráform hans urðu á annan veg, en hann áður hafði ætlað.
Var nú ákveðið að hann tæki við búi í Bólstaðarhlið í fardögum 1916,
en hann var eini erfinginn og honum mikið metnaðarmál að jörðin
yrði eigi seld út úr ættinni. Hins vegar taldi Klemenz sig eigi hneigðan
til búskapar.
Þann 17. júní sama ár hafði hann gengið að eiga heitkonu sína
Elísabetu Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði. Elisabet var
glæsileg kona, dugleg, og var myndarskapur hennar til allra verka
slíkur að tekið var eftir. Hún lést 20. janúar 1961.
Eftir heimkomu sina gerðist Klemenz brátt forustumaður sveitar
V