Húnavaka - 01.05.1987, Page 176
174
HUNAVAKA
Ólafur Sigfússon frá Forsæludal drukknaði í Mjóavatni á Auðkúlu-
heiði 6. júli. Hann var fæddur 26. janúar 1920 í Forsæludal. Foreldrar
hans voru Sigfús Jónasson, bóndi þar, er ættaður var frá Saurbæ í
Vatnsdal og kona hans Sigríður Ólafsdóttir
frá Blönduósi, en hún var fjórði maður frá
Bólu-Hjálmari.
Ólafur ólst upp í foreldrahúsum ásamt sjö
systkinum og eru fimm þeirra á lífi og búsett
í Húnavatnssýslu.
Fram á fullorðinsaldur var hann í föður-
garði og vann að búi foreldra sinna.
Ungur að árum dvaldi hann vetrarlangt í
Steinnesi við nám hjá sr. Þorsteini B. Gísla-
syni er þá hélt heimaskóla fyrir unglinga.
Um mörg ár vann Ólafur flesta þá vinnu er
til féll á hverjum tíma, svo sem byggingavinnu, bæði á heimaslóðum
og annars staðar því hann var lagtækur vel og hugkvæmur, og þess
vegna eftirsóttur verkmaður.
Heimili átti hann jafnan í Forsæludal allt þar til hann haustið 1985
flutti búferlum til Blönduóss og festi kaup á húseigninni Brimslóð 6,
þar sem hann bjó til dauðadags.
Á miðju ári 1966 tók hann við starfi sjúkrahússráðsmanns á Hér-
aðshælinu á Blönduósi og gegndi því starfi, við góðan orðstír, allt til
ársloka 1970. Síðan flutti hann aftur á föðurleifð sína að Forsæludal og
bjó um skeið félagsbúi við Sigríði systur sína, en lét af búskap er
Sigríður systurdóttir hans og maður hennar Lúther Olgeirsson, hófu
búskap á jörðinni haustið 1979. Næstu árin dvaldi Ólafur heima í
Forsæludal og vann um tíma að vermihúsarækt, með góðum árangri.
Ólafur var ókvæntur og barnlaus.
Ólafur í Forsæludal var maður hógvær og yfirlætislaus í allri
framkomu. Hann var fáskiptinn um annarra hagi og sóttist eigi eftir
mannvirðingum. Ólafur var afkomandi skáldsins í Bólu, eins og áður
var sagt. Margir niðjar skáldsins eru vel hagmæltir og lék Ólafi hag-
mælskan snemma á tungu. Hann var maður tilfinninga og hafði
næmt fegurðarskyn, eins og mörg ljóða hans bera vott um. En það sem
einkum einkenndi hug hans var sterk ást hans á landinu og gróðri þess.
Engum sem til þekkti gat blandast hugur um hvert hugur hans stefndi
í ljóðum hans, hvar fegurstu draumalönd hans lágu. En það voru