Húnavaka - 01.05.1987, Síða 177
HUNAVAKA
175
heiðalöndin, öræfin ofan byggðar, þar sem hann hafði svo oft numið
staðar, beint sjónum að gróðri jarðar og flugi vorboðanna er báru
vorið á vængjum sér á norðurslóð.
Útför hans var gerð frá Forsæludal og jarðsett í heimagrafreit á
staðnum 16. júlí.
Sigurlína Lárusdóttir frá Keldulandi andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi 10. júlí, nær 80 ára að aldri.
Sigurlína var fædd 28. maí 1907 á Keldulandi á Skaga. Hún var
yngst barna þeirra Lárusar Björnssonar,
bónda á Keldulandi, en hann var af hinni
kunnu Móbergsætt, og konu hans Guðrúnar
Ólafsdóttur frá Keldulandi. Bræður Sigur-
línu voru þrír og létust allir ungir að árum.
Móður sína missti hún, er hún var 16 ára
að aldri. Einn bróðir hennar lést úr botn-
langabólgu 1930 og tveir þeirra drukknuðu í
sjóróðri í Höfnum syðra þann 30. maí 1933.
Það var því skammt högga á milli.
Árið 1927 gekk hún að eiga Albert Er-
lendsson frá Akri í Skefilsstaðahreppi i
Skagafjarðarsýslu og hófu þau búskap sinn að Selá þá um vorið.
Víða er fagurt um að litast á Skaga. Víðsýni mikið og á miðjum
Skagafirði rís Drangey úr djúpi. Flestar jarðir þar höfðu mikið sjáv-
argagn og heiðalöndin upp af byggðinni voru grasgefin og gjöful. En
Selá var lítil jörð, svo að þau hjón fluttu sig um set 1931 og hófu
búskap að Reykjum á Reykjaströnd, þar sem þau bjuggu um fimm
ára skeið.
Eins og áður er sagt fórust tveir bræður hennar í sjóróðri syðra í
Höfnum. Varð það til þess að þau hjón tóku sig upp og fluttu á
föðurleifð Sigurlínu að Keldulandi. Bjuggu þau þar fyrstu árin í
félagsbúi við föður hennar. Alls bjuggu þau á Keldulandi um 40 ára
skeið, að undanskildum nokkrum vetrum, er þau dvöldu á Skaga-
strönd, vegna atvinnu manns hennar. Lárus faðir hennar lést 1936.
Eignuðust þau hjón þrjá sonu, sem allir eru á lífi, en þeir eru:
Ármann Eydal, vélvirki í Gerðum, Garði, kvæntur Elínu Jónasdóttur
ættaðri úr Dölum vestur, Gunnar, starfsmaður Hólaness h.f. á