Húnavaka - 01.05.1987, Page 178
176
HUNAVAKA
Skagaströnd, kvæntur Hrefnu Björnsdóttur frá Kringlu á Ásum og
Óli Einar, bóndi á Keldulandi. Mann sinn, Albert, missti hún þann 2.
mars 1984.
Árið 1976 missti Sigurlína heilsuna. Frá vorinu 1980 dvaldi hún á
Héraðshælinu á Blönduósi allt til dauðadags.
Eins og áður er sagt varð Sigurlína fyrir miklum áföllum þegar á
unga aldri. Bræður sína missti hún, svo og móður sína ung að árum.
Mun þessi ástvinamissir hafa haft djúp áhrif á heilsu hennar og má
segja að hún hafi ekki borið sitt barr eftir það. En hún átti einnig sínar
hamingjustundir í lífinu. Hún eignaðist traustan og dyggan lífsföru-
naut, sem var maður hennar Albert, og umhyggjusama syni er vildu
létta henni byrðarnar.
Á Keldulandi hafði jafnan verið mikið rausnarheimili. Guðrún
móðir Sigurlínu var þekkt fyrir gæsku sína og mannelsku. Á heimilinu
dvaldi margt gamalt fólk, sem komið hafði þangað og fundið þar þá
hlýju og þann kærleika, sem vísar engum á dyr.
Hún var jarðsett á Hofi á Skagaströnd 19. júlí.
Cora Sofie Baldvinsson, fædd Paulsen, lést á Héraðshælinu á Blönduósi
31. ágúst. Hún var norskrar ættar, fædd 20. september 1904 í Árnes í
Gibostad (Lenvik kommune) í Senjahéraði i Noregi.
Foreldrar hennar voru Paul Pettersen sjó-
maður og fyrri kona hans Cecelie Martinsen,
er lést er Cora var fjögurra ára að aldri árið
1908.
Hún ólst því upp hjá föður sínum og
stjúpmóður, Jensine Andreasen, ásamt
tveim alsystkinum og fimm hálfsystkinum og
eru þrjú þeirra á lífi og búsett í Noregi.
Ung að árum réðist Cora í vist hjá ljós-
móður einni, í bænum Kvefjord í Noregi. Á
þeim árum kynntist hún Jóhanni Baldvins-
syni, er flust hafði til Noregs 1919 og dvaldi
þá á heimaslóðum hennar. Gengu þau í hjónaband haustið 1927.
Sex árum síðar eða árið 1934 tóku þau sig upp og fluttu til íslands,
sem átti eftir að verða annað föðurland hennar og settust að á Akur-
Á, n