Húnavaka - 01.05.1987, Page 179
HUNAVAKA
177
eyri. Voru þá börn þeirra orðin fjögur og það yngsta aðeins 6 mánaða
gamalt.
Á Akureyri stundaði Jóhann maður hennar vélgæslu og sjó-
mennsku, en þar bjuggu þau allt til ársins 1939, er þau fluttu að
Svalbarðseyri við Eyjafjörð og áttu þar heimili sitt um fjögurra ára
skeið.
Á síðari heimsstyrjaldarárunum var Jóhann í siglingum landa á
milli og þá oft á hættuslóðum.
Lýðveldisárið 1944 fluttu þau hjón til Skagastrandar og sex árum
síðar, 1950, til Karmöj í Noregi og dvöldu þar í fimm ár.
Til íslands fluttu þau 1955 og settust aftur á nýjan leik að á Skaga-
strönd, en þar bjugguþau tilársins 1977 er aldurogheilsa þeirrafórað
dvína.
Þau hjón eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi. Son sinn Thorleif
misstu þau barn að aldri, árið 1943. Börnin eru: Gunda, búsett á
Akureyri, gift Þórarni Björnssyni frá Skagaströnd, en hann er látinn.
Paul, tæknifræðingur í Garðabæ, kvæntur Elínu Ellertsdóttur,
hjúkrunarkonu og kennara. Sigmund, teiknari, búsettur í Vest-
mannaeyjum, kvæntur Helgu Ólafsdóttur. Anne, húsmóðir á
Blönduósi, gift Einari Evensen, byggingameistara. Kristine, húsmóðir
á Blönduósi, gift Þorsteini Húnfjörð, bakarameistara. Oddný, hús-
móðir, búsett á Akureyri, gift Hallgrími Sigurðssyni frá Skagaströnd,
sem látinn er. Og Thorleif, búsettur á Akureyri, kvæntur Kolbrúnu
Jónsdóttur frá Akureyri.
Þann 3. mars 1977 fór Cora á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi
og maður hennar Jóhann hálfu ári síðar. Þar dvaldi hún til dauða-
dags.
Með Coru Baldvinsson er gengin merk og góð kona. Ung að árum
yfirgaf hún ættjörð sína Noreg, er hún unni mjög eins og flestir
Norðmenn og fluttist með manni sínum út til Islands. Hún var trú og
trygg lífsköllun sinni. Hógvær í allri framkomu svo af bar. Góðhug
hennar og fórnarlund var viðbrugðið.
Hún var jarðsett frá Blönduósskirkju 6. september.
Karla Ingibjörg Helgadóttir andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 25.
september, 93 ára að aldri. Hún var fædd 2. október 1893 að Engihlíð
í Engihlíðarhreppi. Foreldrar hennar voru Helgi Gíslason og María
12