Húnavaka - 01.05.1987, Page 180
178
HUNAVAKA
Gísladóttir, er þar bjuggu. Þau voru bæði húnvetnskrar ættar, úr
Vatnsdal og Víðidal.
Karla var næst elst 5 systkina, sem öll eru látin, nema Guðrún, er
gift var Ernst Berndsen á Skagaströnd. Hún
var yngst þeirra systkina.
Er Karla var á barnsaldri fluttu foreldrar
hennar til Blönduóss, þar sem hún sleit
barnsskónum. Nokkrum árum síðar fluttu
þau búferlum að Mánaskál á Laxárdal, þar
sem þau bjuggu um eins árs skeið. Þaðan
fluttu þau að Brandaskarði i Skagahreppi,
þar sem þau bjuggu i nokkur ár. En 1910
brugðu þau búi og fluttu til Skagastrandar
og festu kaup á húseigninni Læk, en þar
bjuggu þau um árabil.
Karla var snemma hneigð til hannyrða og fór ung að árum til
Reykjavikur til náms i karlmannafatasaumi, er hún nam i einn vetur.
Bjó hún þá um tíma hjá móðursystur sinni, Unu Gisladóttur, í hinu
nafntogaða Unuhúsi, en á þeim tíma var það orðið samkomustað-
ur kunnra skálda og listamanna, er hún suma eignaðist að kunningj-
um.
Um skeið var hún í kaupavinnu hér um sveitir, og nutu þá hús-
bændur hennar kunnáttu hennar í saumaskap, er hún saumaði föt á
heimilisfólkið.
Um tvitugsaldur giftist hún Fritz Hendrik Magnússyni, er ættaður
var frá Skagaströnd og úr Skagafirði. Hófu þau búskap sinn að
Litla-Felli á Skagaströnd og bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu siðar að
Asbergi og var þar heimili þeirra lengst af.
Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en tóku til fósturs tveggja ára
stúlku, Ólöfu Konráðsdóttur, er hjá þeim dvaldi til fullorðinsára.
Á heimili þeirra dvaldi einnig María Berndsen, móðir Fritz, allt til
dauðadags og annaðist Karla hana af mikilli alúð og kostgæfni.
Fritz maður hennar var heilsuveill nær allan sinn aldur, en hann
lést 1965.
Eftir lát manns síns flutti hún til systur sinnar, Guðrúnar, og manns
hennar Ernst Berndsen að Karlsskála á Skagaströnd, þar sem hún átti
heimili sitt til ársins 1982. En á þvi ári flutti hún til fósturdóttur
sinnar, er gift er í Færeyjum og dvaldi hjá henni og manni hennar