Húnavaka - 01.05.1987, Page 181
HUNAVAKA
179
síðustu fjögur ár ævi sinnar. Dvöl hennar í Færeyjum varð henni mjög
ánægjuleg.
Er heilsa hennar og kraftar voru á þrotum, kom hún heim til fslands
í byrjun júní og varð rúmliggjandi eftir það á Héraðshælinu á
Blönduósi.
Með Körlu Helgadóttur er gengin kona hógvær og lítillát, er vann
starf sitt í kyrrþey.
Útför hennar fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 4. október.
Kristín Guðmundsdóttir frá Kringlu andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi 1. október, nær áttræð að aldri. Hún var fædd 1. janúar
1897 að Kringlu í Torfalækjarhreppi. Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Semingsson frá Skinnastöðum og
kona hans Soffía Björnsdóttir, er ættuð var
undan Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar fluttu til Suðurnesja, en
Kristín var tekin í fóstur til Guðjóns bónda í
Kambakoti.
Innan við tvítugsaldur réðist hún í vistir á
nokkrum bæjum á æskuslóðum. Árið 1918
fór hún til Reykjavíkur og hóf nám við
Kvennaskólann. Þetta ár gekk Spánska
veikin yfir eins og kunnugt er, og veiktist
Kristín af veikinni og síðar af berklum og
varð það til þess að hún lauk eigi námi. Eftir það starfaði hún um skeið
við hjúkrunarstörf, fyrst á Kleppi og sigldi síðan til Kaupmanna-
hafnar og vann þar við hjúkrun.
Á þessum árum giftist hún dr. Birni Karel Þórólfssyni. Bjuggu þau
um skeið í Kaupmannahöfn og eignuðust eina dóttur barna, Sigríði,
sem búsett er í Minneapólis í Bandaríkjunum.
Eftir 12 ára dvöl í Kaupmannahöfn skildust leiðir þeirra hjóna og
kom Kristín þá heim til fslands og giftist Klemenzi Þórðarsyni, bif-
reiðastjóra á Blönduósi. Á Blönduósi bjuggu þau í sex ár. Eignuðust
þau einn son, Sigurð flugmann, er búsettur er í Reykjavík. Kristín ól
einnig upp dótturson sinn, Má Magnússon, sem stundar nám í
Ameríku. Þau hjón slitu samvistum 1947 og lá leið hennar þá til
Reykjavíkur, en þar vann hún um 15 ára skeið við Borgarbókasafnið.