Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 183
HUNAVAKA
181
Auk alls þessa gegndi hann opinberum störfum fyrir sveit sína og
hérað.
Sigurbjörn tók snemma þátt í öllum störfum á heimili foreldra
sinna, eins og venja var fyrr á árum og vann þar allt til fullorðinsára.
Er lengra leið, hleypti hann heimdraganum og fór til sjóróðra á Suð-
urnes eins og tíðkast hafði meðal Norðlendinga frá alda öðli. Einnig
stundaði hann byggingavinnu í Reykjavík um skeið, svo og víðar,
enda lagtækur til allra verka.
Árið 1936 gekk hann að eiga Gurid Björnsson, er var norskrar ættar,
frá Rogalandsfylki í Noregi. Þau hjón stofnuðu og byggðu nýbýlið
Hlíð í Skagahreppi, út úr Örlygsstaðalandi. Hélt hann með því áfram
starfi föður síns, byggði upp og bætti land það er fyrir var.
Sigurbjörn hafði ungur hneigst að sjómennsku eins og áður er að
vikið. Stundaði hann því jafnan sjóróðra, jafnhliða búskap sínum,
enda sjósóknari góður, eins og hafði verið Björn faðir hans.
Þau hjón eignuðust tvo syni, Björn bónda í Hlíð, og Rafn er býr á
Örlygsstöðum II, en kona hans er Ingibjörg Ólafsdóttir frá Siglufirði.
Sigurbjörn og Gurid slitu samvistum 1951. Sama ár brá hann búi og
flutti til Reykjavíkur. Stundaði hann alla algenga vinnu er til féll. Um
skeið vann hann við Sogsvirkjun. Síðustu ár ævi sinnar átti Sigurbjörn
við erfiðan lungnasjúkdóm að stríða. Síðasta ár ævi sinnar bjó hann í
íbúð Reykjavíkurborgar að Hátúni 10.
Sigurbjörn var alla ævi mjög bundinn æskustöðvum sínum hér
nyrðra. Mun hugur hans löngum hafa dvalið norðan heiða, þótt
heimili hans hafi verið syðra á efri árum hans. Neytti hann því færis,
eins oft og honum var fært, meðan heilsa og kraftar entust, að dvelja á
heimaslóðum og tók þá þátt í uppbyggingu húsa og öðrum fram-
kvæmdum, er synir hans tveir stóðu fyrir á jörðum sínum.
Útför hans var gerð frá Hofskirkju á Skagaströnd 18. október.
Jarðsett var í heimagrafreit á Örlygsstöðum.
Þórunn Samsonardóttir andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 11.
október, rúmlega 95 ára að aldri. Hún var fædd 16. maí 1891 að
Kjörvogi í Árneshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Samson
Jónsson húsmaður á Gjögri og Karítas Jónsdóttir er þar bjuggu og
voru börn þeirra 9 og eru þau öll látin.
Þórunn ólst upp hjá hjónunum Jóni Magnússyni og Jóhönnu